Skekkjumörk?

Hver eru skekkjumörkin í þessari könnun? Af hverju er ekki sagt frá þeim? Er til dæmis innan skekkjumarka að fylgi Sjálfstæðisflokks eykst frá síðustu könnun og hvað með minna fylgi Vinstri Grænna?  Skekkjumörk eru bráðnauðsynleg, annars er ómögulegt að sjá hvort einhver veruleg breyting hafi átt sér stað!

Í hvers konar könnunum þar sem stuðst er við líkindaúrtök - eins og skoðanakannanir gera - er það svo að tölurnar sem reiknaðar eru út (t.d. 4,8% fylgi Frjálslyndra) eru ekki fullkomlega nákvæmar. Tökum þessa könnun hér sem dæmi: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 40,2%, en í reyndinni er fylgið annað, við vitum ekki nákvæmlega hvað það er - en það er nálægt 40%. Það sama gildir fyrir Vinstri Græna, fylgið mælist 25,7%, en í reynd er fylgið annað (kannski 29% - það er ekki vitað) - en fylgið er nálægt 25%. Til þess að hafa betri hugmynd um hvar raunverulegt fylgi liggur eru reiknuð skekkjumörk, sem eru ekki gefin upp hér!

Það má líka útskýra þetta öðruvísi: Tvær kannanir gerðar á sama tíma geta skilað ólíkum niðurstöðum, önnur skilar 19% fylgi Vinstri Grænna, en hin 23% fylgi Vinstri Grænna. Ímyndum okkar að skekkjumörkin væru 5%. Þá væri bilið sem fylgið liggur á 14% til 24% í "19% könnuninni", en samskonar bil 18% til 28% í "23% könnuninni". Raunverulegt fylgi væri samt 20%! Mismunandi niðurstöður, en sama fylgi.  Augljóslega er best að skoða fylgið með tilliti til skekkjumarkana.

Í reyndinni er það raunar svo að raunverulegt fylgi liggur stundum utan skekkjumarkana, en það er sjaldnast svo. Það skiptir ekki máli fyrir skoðanakannanir sem þessar. Því ætti að duga að gefa þetta upp svona:  "Fylgi Samfylkingar er á bilinu 18% til 23%". Ég skora á Morgunblaðsmenn að gera það næst! 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir þessi skrif. Ég var einmitt að hugsa um skekkjumörkin, sérstaklega þegar ég las hinar ýmsu bloggfærslur sem um þessa könnun hafa verið ritaðar. Mjög margir töluðu til dæmis um að fylgi VG væri nú komið á niðurleið en ef svarhlutfall var ekki nema um 61% þá sýnist mér einnar til tveggtja prósentufylgislækkun ekki segja mjög mikið. Myndi frekar segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi líklega aukið fylgið en hinir séu svona meira og minna að dóla á sömu slóðum. Ég er sammála þér um að það myndi segja okkur mikla meira að taka skekkjumörk inn í reikninginn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.3.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Einhversstaðar rakst ég á þetta: 1.230 manns voru í úrtakinu, svarhlutfall var 61%, en aðeins 65% af þeim tóku aftstöðu. Þá eru þetta innan við 500 manns sem taka afstöðu, af 1.230 manna úrtaki... segir það ekki einhverja sögu?

Jón Þór Bjarnason, 16.3.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Ef menn gefa upp skekkjumörk, þá eru það ekki skekkjumörk sem taka til greina þá sem ekki svara, heldur eru skekkjumörk einungis til að vinna upp á móti þeirri skekkju sem aðferðin sem er notuð - líkindaúrtök - hefur í för með sér.

Hvernig ætti svo sem að reikna út skekkjumörk fyrir þá sem ekki svara (með góðri nákvæmni)? Það liggja ekki fyrir nein traust gögn um þennan hóp. Ég heldef menn hafa skekkju vegna þeirra sem ekki svara inni í skekkjumörkunum, sé það byggt á ágiskunum og ályktunum sem má gagnrýna.

Sú stærðfræði sem þessar kannanir byggja á eru hins vegar mjög traust og erfitt að gagnrýna - en það gildir einungis ef svarhlutfallið er mjög nálægt 100%.

Guðmundur D. Haraldsson, 17.3.2007 kl. 02:19

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hvað með það að þeir sem ekki svara séu oft innbyrðis "líkir"?  Gefum okkur t.d. að fylgismenn Sjálfstæðisflokks gefi sig fram í meira mæli en fylgjendur annarra flokka, má þá ekki reikna með því að hlutfall þeirra verði lægra þegar kemur að kjörkössunum?

Jón Þór Bjarnason, 30.3.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Jón: Jú, það er nefninlega málið. 

Guðmundur D. Haraldsson, 30.3.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband