Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Styttri vinnudagur, málið sem gleymdist

Nú er vonandi að verkalýðsforustan gleymi ekki enn og aftur því máli sem virðist hafa verið gleymt og grafið hér á Íslandi undanfarin ár, stytting vinnudagsins. 

Eins og kemur fram í grein minni og Smára McCarthy (sjá hér) hefur vinnudagurinn lítið sem ekkert styst hér á íslandi undanfarin 30 ár. Þetta er ólíkt því sem hefur verið að gerast á norðurlöndunum og í evrópu þar sem vinnudagurinn hefur verið að styttast mikið á sama tíma. Er nú svo komið að við vinnum hér á Íslandi um hálfum vinnudegi meira en frakkar, og heilum vinnudegi meira á viku en þjóðverjar. Við hins vegar vinnum álíka mikið og Bandaríkjamenn.

Þetta þarf að breytast. Við rekjum nákvæmlega rök okkar í greininni sem var nefnd áður, og svo annarri sem við skrifuðum síðar. 

 


mbl.is Hærri laun og afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgar í dópleit?

Úr frétt Vísis:

Hátt í þúsund nemendur voru í Tækniskólanum á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á nemendum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa barnaverndaryfirvalda leituðu að fíkniefnum á nemendum í skólanum en fjölmargir framhaldsskólar hafa gert slíkt hið sama [..] Leitin hófst um hádegisbilið og var þá öllum útgönguleiðum lokað fyrir utan eina en þar beið lögreglumaður ásamt fíkniefnahundi. Engin fíkniefni fundust [..].[1]

 Þetta finnst mér ekki í lagi. Tökum hliðstæðu, ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að þú sért starfsmaður Hárs og sjampós:

Hátt í þúsund starfsmenn voru við störf í Hár og sjampó hf. á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á starfsmönnum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa stéttarfélags starfsmannana leituðu að fíkniefnum á starfsmönnum á vinnustaðnum en fjölmargir vinnustaðir hafa gert slíkt hið sama [..] 

 Fæstum fyndist þetta í lagi, reikna ég með. En af hverju ætti eitthvað annað að gilda um unglinga, en fullorðna, þegar kemur að leit sem þessari? Ég sé enga ástæðu fyrir því og fordæmi leit sem þessa.


Hvað sálfræði er og hvað ekki

Ég stundum reyni að komast hjá því í samtölum að segja hvað ég sé að læra. Ég nefninlega er að læra sálfræði og ef ég segi fólki að ég sé að læra sálfræði, heldur það oft að ég sé að læra að verða sálfræðingur, einhver sem reynir að hjálpa öðrum sem á erfitt með líf sitt. Ég met starf sálfræðinga mikils og ég er ánægður með að það sé fólk úti í samfélaginu sem er tilbúið til að hjálpa fólki sem á erfitt í lífi sínu, en ég ætla samt ekki að verða sálfræðingur.psychology_icon

Sálfræði fjallar um hegðun, hugsun og heilann.  Sálfræði fjallar sem sagt um alla mannlega breytni, alla hugsun og alla afkima heilans sem viðkoma hegðun og hugsun. Sá hluti sálfræði sem fjallar um hvernig á að hjálpa fólki sem á erfitt, eða hvað þá þjakar það, er því aðeins hluti af sálfræði. Ég hef til dæmis lært um sálfræði neytenda; t.d. af hverju fólk kaupir meira af vörum þegar þær eru á tilboði - og aðeins hver og einn má aðeins kaupa þrjú stykki.

Verst að um leið og ég nefni þetta dæmi heldur fólk stundum að ég sé hafi lært að selja meira - eða þá hvernig er best að stilla vörum upp í Hagkaup til að fá fólk til að kaupa meira af drasli sem það þarf ekki. Nei, ég lærði það aldrei. Ég hef ekki áhuga á því, og mér finnst það ósiðleg iðja að misnota vísindin til að auka hagnað fyrirtækja, á kostnað líðan fólks og á kostnað náttúrunnar. Ég hins vegar hef tölverðan áhuga á að læra hvað hvetur það fólk áfram, sem reynir að finna leiðir til að selja meira af vörum í Hagkaup - og hvað það er að hugsa!

Sálfræði fjallar sem sagt um hvað veldur hegðun og hvaða hugsanir eru í gangi þegar fólk gerir eitthvað. Það væri til dæmis sálfræðileg spurning hvað olli því að Adolf Hitler hafði svo mikla andúð á gyðingum - eða þá hvað varð til þess að Amelia Earhart reyndi að fljúga í kringum jörðina. Það er líka sálfræðileg spurning hvað varð til þess að ég skrifaði þennan pistil.

En það er ekki sálfræði að fá fólk til að leggjast á bekk og biðja það um að blaðra um heima og geima, eða þá um draumana sína. Það er kukl sem sálfræðingar voru hrifnir af á tímabili - og sumir eru enn. Sumir geðlæknar eru enn að fikta við þessa iðju. Rétt er það að sálfræðingar tala mikið við fólkið sem það er að hjálpa, en sjaldnast um drauma þess. Og sálfræðingar leggja líka fyrir verkefni sem hjálpa fólki að ná heilsu, ef það leysir - eitthvað sem Fraud gerði lítið af. Rétt er líka að impra á því að önnur sálfræði byggist ekki á kenningum Freuds - þeim kenningum hefur að mestu verið bolað úr nútímasálfræði.


Þjóðskrá og 32 stafa nöfnin

Er ekki með endemum að ennþá skuli það vera þannig að nöfn fólks eru stytt af því að eitthvað gagnasafn ræður ekki við lengri nöfn en 32 stafa? 

Ég bendi á þessa grein hér. Ég held, en er ekki viss, að þetta vandamál með stafina 32 sé arfleifð frá gömlu gataspjöldunum. Menn hættu að nota þau fyrir um það bil 50 árum.

 



Kirkjan, prestar og afturhald

Baldur Þórhallsson, prófessor, skrifaði pistil í Morgunblaðið þann 22. desember s.l. (bls 36) þar sem hann vitnar til ummæla prests, sem var á móti því að konur gætu orðið prestar þjóðkirkjunnar. Ég hef heyrt af einhverri andstöðu sem var þegar Auður var vígð þann 29. september 1974, en ekki þekki ég hversu víðtæk hún var. Ummæli prestsins þóttu mér athygliverð: „Þess vegna lít ég á vígslu kvenpresta sem andlega kynvillu, afbrigðilega, en ekki eðlilega“.

Þessi ummæli voru hluti af áliti eins prests, en nokkrir einstaklingar gáfu álit sitt á vígslu kvenpresta í blaðinu daginn sem Auður var vígð. Nokkrir prestar gáfu álit sitt, en einnig aðrir. Margir voru á því máli að það væri í góðu lagi að konur væru prestar, sumir gáfu ekki upp álit, en einhverjir voru á móti því. Ég vona að Morgunblaðið fyrirgefi mér, en ég ætla að hér að birta brot af síðu blaðsins, frá þessum degi. 

mbl-29-sept-1974Þetta brot er af bls. 11 - fleiri álit eru á þeirri síðu, sem og á bls. 10. Fyrir þá sem vilja skoða hvað fleiri höfðu að segja bendi ég á timarit.is, en hér eru tenglar á síðurnar fyrir þá sem eru með DjVu-plugin'ið: bls 10, bls 11. Og, fyrir þá sem eru ekki með það: bls. 10, bls 11.

Erum við ekki annars öll orðin sammála um að það hafi verið bölvað afturhald að vilja meina konum að verða prestar? Ég vona það. Eða eiga trúleysingjar kannski ekki að tjá sig um slíkt? Jæja, hvað um það.

 


J. Edgar Hoover, New York Times og listinn

New York Times og fleiri fjölmiðlar hafa í dag sagt frá því að J. Edgar Hoover vildi láta handtaka og setja í varðhald fólk sem hann taldi að ógnaði öryggi bandarísku þjóðarinnar. Um 12 þúsund manns var að ræða, en til var listi yfir þetta fólk hjá FBI. Í grein Times er gefið í skyn að Hoover hafi viljað að þetta myndi gerast sem fyrst.

Þetta er ekki alveg rétt, vegna þess að það sem Hoover vildi var að þetta fólk yrði handtekið undir vissum kringumstæðum. Í grein Times eru þessar kringumstæður ekki nefndar. Í bréfi Hoovers (sem má nálgast hér) segir:

For some months representatives of the FBI and of the Department of Justice have been formulating a plan of action for an emergency situation wherein it would be necessary to apprehend and detain persons who are potentially dangerous to the internal security of the country. I thought you would be interested in a brief outline of the plan.

[..] 

The plan envisions four types of emergency situations: (1) attack upon the United States; (2) threatened invasion; (3) attack upon United States troops in legally occupied territory; and (4) rebellion.

The plan contains a prepared document which should be referred to the President immediately upon the existence of one of the emergency situations for the President's signature. Briefly, this proclamation recites the existence of the emergency situation and that in order to immediately protect the country against treason, espionage and sabotage the Attorney General is instructed to apprehend all individuals potentially dangerous to the internal security.

[..]

Þarna finnst mér vera nokkur munur á: New York Times (og fleiri) gefa í skyn að Hoover hafi árið 1950 viljað láta handtaka þetta fólk (sem fyrst), en eins og kemur fram í bréfinu var málið það að hann vildi að þetta fólk yrði handtekið undir vissum kringumstæðum. 

Að vísu, til varnar Times, segir í greininni:

The Constitution says habeas corpus [þ.e., það skilyrði að fólki sé haldið í haldi stjórnvalda á grundvelli sönnunargagna] shall not be suspended “unless when in cases of rebellion or invasion, the public safety may require it.” The plan proposed by Hoover, the head of the F.B.I. from 1924 to 1972, stretched that clause to include “threatened invasion” or “attack upon United States troops in legally occupied territory.”

En gallinn er sá að skilyrði sem Hoover setur eru stærri en svo að það nægi birta þau fyrir miðri grein, í textaklausu sem fólk er líklegt til að setja ekki í samhengi við greinina í heild sinni. Auk þess er þetta hluti af skilyrðum Hoovers, en það vantar þarna rebellion.

Til að koma í veg fyrir misskilning er líklega best að ég taki svolítið fram: Mér finnst mjög einkennilegt að ætla sér að handtaka fólk og svipta því réttindum sínum, réttindum sem okkar samfélag á víst að byggjast á. Það er mjög erfitt að réttlæta slíkt og ég sé engin góð rök fyrir því.

Endilega lesið bréfið og grein New York Times, en ég mæli með að bréfið sé lesið fyrst.


mbl.is Vildi fjöldahandtökur árið 1950
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband