Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sendum sálgreiningu í limbóið?

 "Who knows but that in future years neurosurgeons may apply direct selective shock therapy to the hypothalamus, thereby relegating psychoanalysis to that scientific limbo where perhaps it belongs?"

                                                                                                    - William B. Scoville

William B. Scoville var taugalæknir sem starfaði um miðbik tuttugustu aldar. Fimmtíu árum síðar erum við enn að kljást við sálgreiningu, sem lifir góðu lífi.

Annars var Scoville þessi eiginlega alræmdur, hann t.a.m. gerði misheppnaða aðgerð á H.M., þekktum manni innan sálfræði og taugavísinda. H.M. þessi gat eftir þá aðgerð ekki munað nýjar staðreyndir né myndað nýjar minningar.


Rök gegn reykingabanni - rökleysa?

Á vefnum Málsvara birtist grein sem fjallar um reykingabannið. Þar segir að helstu rök ríkisins fyrir reykingabanni sé að vernda starfsfólk:

Rökin sem helst voru notuð með banninu voru þau að vernda bæri starfsfólk á veitinga- og skemmtistöðum fyrir óbeinum reykingum. Veit nú ekki alveg með þau rök, því ef þú ræður þig í vinnu þá verðurðu að ráða við starfsumhverfið hverju sinni og ef þér mislíkar, þá geturðu alltaf sagt upp. Það er enginn að neyða neinn til að vinna á veitinga- eða skemmtistöðum.

 Það skemmtilega við þessi rök er að það má yfirfæra þau yfir á verksmiðjustarfsemi. Ef manni mislíkar að eitruð efni séu notuð í verksmiðjunni sem maður vinnur í, án þess að hlífðarbúnaður sé í boði, getur maður alltaf hætt og fengið sér aðra vinnu. Vinnu þar sem eiturefnin eru ekki notuð eða hlífðarbúnaður er til staðar. En er það raunhæft þegar vinnuvernd er lítil sem engin? Nei, auðvitað ekki. Líklega kemur eitthvað annað í staðinn fyrir eiturefnin.

Ég vil aðeins með þessu benda á hve fjarstæðukennd þessi röksemd er, þegar við höfum reynslu af öðrum greinum þar sem fólk hafði ekkert val,  fyrir tíma nútíma vinnuverndar. Fólk varð að vinna við lélegar aðstæður, það var ekkert annað í boði. Þar til væntanlega að menn fóru að setja lög og reglur.

En kannski má leysa þetta vandamál með öðrum hætti? Vonandi. En hvatning verður að vera til staðar, hver sem hún er - og það er greinilegt að hún var lítil þar til löggjafinn ákvað að setja lög. Þeir sem ekki reyktu létu það nefninlega oft yfir sig ganga að sitja í reyknum...  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband