Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Öfgar í dópleit?

Úr frétt Vísis:

Hátt í þúsund nemendur voru í Tækniskólanum á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á nemendum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa barnaverndaryfirvalda leituðu að fíkniefnum á nemendum í skólanum en fjölmargir framhaldsskólar hafa gert slíkt hið sama [..] Leitin hófst um hádegisbilið og var þá öllum útgönguleiðum lokað fyrir utan eina en þar beið lögreglumaður ásamt fíkniefnahundi. Engin fíkniefni fundust [..].[1]

 Þetta finnst mér ekki í lagi. Tökum hliðstæðu, ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að þú sért starfsmaður Hárs og sjampós:

Hátt í þúsund starfsmenn voru við störf í Hár og sjampó hf. á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á starfsmönnum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa stéttarfélags starfsmannana leituðu að fíkniefnum á starfsmönnum á vinnustaðnum en fjölmargir vinnustaðir hafa gert slíkt hið sama [..] 

 Fæstum fyndist þetta í lagi, reikna ég með. En af hverju ætti eitthvað annað að gilda um unglinga, en fullorðna, þegar kemur að leit sem þessari? Ég sé enga ástæðu fyrir því og fordæmi leit sem þessa.


Snorri tekinn á beinið

Ásgeir Hjaltalín tekur Snorra á beinið


Engin kona er í framkvæmdastjórn Skýrr

Engin kona er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans[1].

 Ég skil ekki hvað er merkilegt við það. Af hverju er svona mikilvægt að konur verði helmingur stjórnenda? Gleymum því ekki að það er meira en bara kyn sem aðgreinir mannskepnuna, uppruni er t.d. annað sem aðgreinir.

Prófum að umorða fréttina:

Enginn af asísum uppruna er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans.

 

Enginn með hnetuofnæmi er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans.

Mér gæti ekki verið meira sama ef konur eða fólk með hnetuofnæmi væri í miklum meirihluta í stjórn flestra fyrirtækja. Það skiptir engu máli.

Þetta eru allt hvort eð er kapítalistar. Það er það sem skiptir máli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband