Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Rangfærsla

Mig langar til að benda á dálítið sem mér finnst skrítið við sem segir á vefsíðunni sem fréttin vísar í.

[..] Auk þess mun höfn í Bakkafjöru ekki stytta leiðina í höfuðstaðinn að neinu ráði þar sem ljóst er að siglingin mun taka 40 mínútur og þá tekur við akstur á einum af hættulegri vegum landsins í tæpar 2 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að sigling með Herjólfi milli lands og eyja tekur í dag 2 klukkustundir og 45 mínútur.

Þessi samanburður er auðvitað rangur, það vantar að taka inn í myndina að í dag þarf að keyra í um 30 - 40 mínútur frá Þolákshöfn til Reykjavíkur. Við þessar tvær klukkustundir og 45 mínútur bætist því við að lágmarki hálftími. Og er það rétt að það taki tvær klukkustundir að keyra frá Bakkafjöru til Reykjavíkur? Hvað er þetta langt? Er það líka rétt að þessi vegur sé svona hættulegur?


mbl.is Safna undirskriftum gegn Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband