Færsluflokkur: Bloggar

Neyslusamfélag í hnotskurn

 

Í 24. stundum, 24. nóvember 2007, bls 63, birtist þessi auglýsing:
 

24stundir-mirale-avaxtakarfa

 

Ég sá fjallað um þessa auglýsingu á annari síðu.

Þetta er ótrúlegt verð fyrir jafn ómerkilegt fyrirbæri eins og þessi karfa er. Og fólk kaupir svona lagað.

Skýringin á því af hverju fólk kaupir svona vörur er einföld: Málið snýst ekki hvað maður er að kaupa, heldur hvað varan segir um mann sjálfan. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvað það segir um mann þegar maður á Mirale-vörur, en ef fólk gerir jafn mikið úr verðinu (í samtölum, auglýsingum og svo frv.) og er gert í auglýsingunni þarna býst ég við að skilaboðin séu þau að maður á peninga. Klárlega geta svoleiðis skilaboð myndast með tímanum. Önnur skilaboð geta auðvitað þróast líka.

Hegðun sem fylgir því að kaupa vörur sem mestmegnis er ætlað að segja um mann er léleg nýting á því sem keypt er. Þetta sjáum við hér í Reykjavík: Fólk hendir allskyns nýlegum búnaði sem bilar lítillega (sjónvörpum t.d.), skiptir um bíl á 3-4 ára fresti, lætur rífa hús sem hafa ekki enn náð þrítugsaldrinum og svo framvegis. Fólk gerir þetta vegna þess að vörurnar, húsin og hlutirnir hafa ekki lengur þá merkingu sem fólk sækist eftir og það vill nýtt í staðinn sem hefur þá merkingu.

Auðvitað eru ekki allir sem taka þátt í svona vitleysu og ekki á þessum forsendum, en þeir eru nógu margir til að rekstur verslana sem selja rándýrar ómerkilegar vörur borga sig, þeir eru nógu margir til að bílasala blómstar og svo framvegis. Þeir eru líka nógu margir til að mynstrið verði áberandi og til að valda skaða á umhverfi okkar og náttúrunni.

Þetta er klárlega mein í samfélagi okkar. Og auðvitað líka í samfélögum sem eru með sama vanda.

 

 


Töff

ferguson

Fangelsi sem almenningshlutafélög?

Klikkuð pæling? Kíkið hér. Nú þarf ekki annað en að skrá sig inn í heimabankann, hamra inn texta og þá á maður hlutabréf í fangelsi! Björn getur varla verið á móti því, er það? Það er alltént einkaframtak.

Án gríns, eigum við ekki að hafa það þannig áfram að ríkið eigi einkarétt á ofbeldi (þ.e., refsingum, valdbeitingu) og ekki framlengja það til einkaðila sem reka fangelsi? Ég held að það sé skynsamlegt. Ég bendi á, að ef við förum út í að leyfa einkaaðilum að reka fangelsi til að fá hagnað af því, þá erum við komin út í þá stöðu að fyrirtæki beinlínis græði á harðari refsingum og meiri glæpum. 


mbl.is Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir fólks um sálfræði

In the research described througout this book, we have employed exactly such a multi-method approach [that is: experiments, surveys]. This is an important point to emphasise, because one of the book's unique contributions to critical analysis of consumer culture is to document its impact on us through rigorous emprical research outcomes. In particular, I would like to highlight some of the benefits of experimentation in this respect, beause they may be less familiar to readers and researchers outside psychology. (Helga Dittmar 2007; Consumer Culture, Identity and Well-Being: The Search for the 'Good Life' and the 'Body perfect'.)

 Einmitt. Og ekki vanþörf á. Sálfræði er svo sannarlega misskilið fag.


Blaðamenn: Bulla alltaf meira um vísindi

Morgunblaðið fylgir enn og aftur fordæmi annara fjölmiðla og birtir innihaldslausa og frekar heimskulega grein um rannsókn einhverra vísindamanna sem hefur verið lögð töluverð vinna í. Enn og aftur fylgir blaðið þeirri - að því er virðist - hefð (?) blaðamanna að misskilja rannsóknir vísindamanna út í hið óendanlega. Hefur það að misskilja vísindi hryllilega ekki annars fylgt blaðamennsku æði lengi?

Ætti ég ekki að fletta upp upprunalegu greininni og skoða hvort ég hafi rétt fyrir mér? Nei, ég nenni ekki enn einu sinni að leita uppi greinar úr vísindatímaritum til að komast að því að Moggamenn og aðrir blaðamenn náðu ekki megininntaki rannsóknarinnar. Ég hef þónokkrum sinnum staðið í því að leita uppi greinar, borið saman við fréttir Moggans og skrifað um niðurstöðurnar hér á þessum vettvangi. Ég ætla ekki að standa í því hér og nú.

Ekki halda að það sé bara við blaðamenn Moggans að sakast í þessum efnum. Vandamálið virðist vera fremur útbreitt -- ég hef jú líka skoðað erlenda fjölmiðla, en þaðan einmitt eru flestar greinar á íslenskum fjölmiðlum um vísindi þýddar. Ég hallast að því að mjög margir blaðamenn líti á greinar hvors annars til staðfestingar því að þeirra greinar séu jú allt í lagi... séu ekki alveg út úr kortinu. Skiljanlega, þetta gerum við öll.  

En vonandi er það samt ekki svo að ég misskilji eitthvað blaðamennsku. Það væri slæmt. Er ekki annars tilgangurinn með fréttum ennþá að segja sannleikann, svona eins langt og mögulegt er? Ekki sýnist mér svo þegar kemur að vísindum, þá er frekar hent gaman að þessum vísindamönnum og þeirra rannsóknum, sem oft eru settar fram eins og þær séu afar heimskulegar. Blaðamenn þurfa alvarlega að hugsa sinn gang þegar kemur að vísindafréttum. Það væri þeim til afar mikils sóma að lesa sér til um vísindi, þó ekki nema bara grundvallaratriði.


mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símaauglýsingin

Pétur Tyrfingsson skrifar góðan pistil hér um símaauglýsinguna. Skemmtileg kenning sett þarna fram.


Vísir: Sími verður að rafmagni

 Vísir, 14. ágúst 2007:

Upplýsingafulltrúi Símans segir að fyrirtækið hafi sent út tilkynningu þess efnis að símasambandslaust yrði í Bolungarvík strax á Sunnudag. Rafmagnið var tekið af í nótt og hefur bæjarstjórinn gagnrýnt að bæjarbúar hafi ekki verið látnir vita fyrr en síðdegis í gær. Tilkynningin frá Símanum var hins vegar aðeins send til Ríkisútvarpsins og á ritstjórn Bæjarins besta.

 Linda Björk Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir afar sjaldgæft að loka þurfi fyrir símasamband á heilu bæjarfélagi. [..]

En eins og allir vita var símasambandið rofið, ekki rafmagnið. Þetta er andskoti lélegt. 

Ef þetta væri í fyrsta skipti sem ég sé svona lagað held ég að ég myndi bara flissa og myndi ekki segja neitt. En þetta er ekki í fyrsta skipti og mér er ekki skemmt lengur.

Eini almennilegi fjölmiðillinn nú á dögum er Mogginn. 


Vísi hrakar

Eftirfarandi frétt birtist á Vísi.is í dag:

Ný könnun sýnir að ein öruggasta leið til að klífa metorðastigann í vinnunni er að níðast á undirmönnum sínum. Tveir þriðju svarenda í könnun sem vísindamenn við Bond háskóla í Ástralíu létu gera, sögðu að ekki einungis væri geðstirðum og fruntalegum yfirmönnum ekki refsað, heldur væri þeim launaður yfirgangurinn með stöðuhækkunum. Vísindamennirnir sögðu áhrif dónalegs yfirmanns vera vanmetin. Þeir mældu aukna tíðni svefnleysis, martraða og þunglyndis hjá undirmönnum hrottanna.

Svo var fyrirsögnin, en hún var svona: Metnaðargjarnir ættu að níðast á undirmönnum.  Svona skilaboð ættu fjölmiðlar aldrei að senda frá sér.  Það er nefninlega ekki í lagi að yfirmenn níðist á undirmönnum sínum; það er samfélaginu ekki til bóta.


Einkennileg frétt

Þessi frétt er með þeim undarlegri. Hvert er samhengið eiginlega? Og hvaða heimildir voru notaðar? Það eru einmitt fréttir eins og þessar sem angra helst þá sem er ekki sama um hvernig niðurstöðum vísindarannsókna er varpað til fólks. Einmitt svona fréttir eru slæmar og fjölmiðlum til lasta.

Fleiri fréttir af vísindum eru daprar, þrjú dæmi: fréttin um matarvenjur og unglinga, fréttin um harðfiskinn og fréttin um greipaldinátið. Ástæðan er einfaldlega sú að fréttirnar um matarvenjurnar og harðfiskinn eru byggðar hvor um sig á einni rannsókn og fullyrt út frá þeim ýmislegt, á meðan í fréttinni um greipaldinátið - sem líka er byggð á einni rannsókn - er sagt:

Er talið að ávöxturinn auki magn estrógens en hormóninn er talinn auka líkur kvenna á að fá krabbamein í brjóst. Hins vegar telja þeir sem stóðu að rannsókninni að taka beri fregnunum með varúð og að fleiri rannsóknir þurfi að gera áður en eitthvað er fullyrt í þessum efnum.

Já, það er nefninlega málið. Það þarf oft margar rannsóknir til að geta fullyrt nokkuð. Styrkur vísinda fellst í endurtekningu á rannsóknum. Endurtekningin er lykilatriðið. 

Ég skil ekki alveg af hverju sami fjölmiðilinn gerir svonalagað. Einn og sami fjölmiðill er tilbúinn til að fullyrða út frá einni rannsókn, en ekki út frá annari? Mér sýnist á þessum fréttum að ekkert ætti að fullyrða strax, frekari rannsókna er trúlega þörf og andmæli munu mjög líklega berast á þessar rannsóknir.

Eins og ég hef bent á áður ættu fjölmiðlar að reyna að segja frá vísindaheiminum öðruvísi, til dæmis með því að skrifa nokkuð ítarlegar fréttir, til dæmis um stöðu þekkingar á ákveðnum matvælum, stöðu þekkingar á krabbameini og svo frv. Miklu gagnlegra en einstaka frétt af einhverjum rannsóknum sem mynda hvort sem er bara hluta af stórri heild fjölda rannsókna, en fólk einmitt fær miklu síður fréttir af stöðu þekkingar af því að fjölmiðlar hnitmiða mjög á einstakar rannsóknir.

Sem betur fer er eitthvað um góðar vísindafréttir, eins og t.d. tvær fréttir af íslenskum vísindamönnum hér og hér.


mbl.is Færri sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðinu fer aftur?

Úr Fréttablaðinu, 14. júlí 2007:

frbl-14072007


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband