Vísir: Sími verður að rafmagni

 Vísir, 14. ágúst 2007:

Upplýsingafulltrúi Símans segir að fyrirtækið hafi sent út tilkynningu þess efnis að símasambandslaust yrði í Bolungarvík strax á Sunnudag. Rafmagnið var tekið af í nótt og hefur bæjarstjórinn gagnrýnt að bæjarbúar hafi ekki verið látnir vita fyrr en síðdegis í gær. Tilkynningin frá Símanum var hins vegar aðeins send til Ríkisútvarpsins og á ritstjórn Bæjarins besta.

 Linda Björk Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir afar sjaldgæft að loka þurfi fyrir símasamband á heilu bæjarfélagi. [..]

En eins og allir vita var símasambandið rofið, ekki rafmagnið. Þetta er andskoti lélegt. 

Ef þetta væri í fyrsta skipti sem ég sé svona lagað held ég að ég myndi bara flissa og myndi ekki segja neitt. En þetta er ekki í fyrsta skipti og mér er ekki skemmt lengur.

Eini almennilegi fjölmiðillinn nú á dögum er Mogginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Baldur: Ég er að tala um blaðið, já. 

Guðmundur D. Haraldsson, 16.8.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband