Færsluflokkur: Bloggar
25.2.2008 | 15:34
Ekkert að marka svona kannanir
Enn og aftur er gerð "skoðanakönnun" meðal lesenda netmiðils. Og aftur er þess ekki gætt að sá hópur er spurður sé lýsandi fyrir alla þá sem könnunin á gilda um.
Til hvers er verið að halda úti svona könnunum, hvað þá að vísa í þær í fjölmiðlum, rétt eins og þær séu eitthvað merkilegar? Til hvers?
Nánari umfjöllun um tilgangsleysi kannana eins og þessarar má finna hér. Ég stend við fyrri yfirlýsingar mínar um að kannanir af þessum toga séu einskins nýtar.
Það er rétt að geta þess að Eyjamenn voru og eru ósammála um hvað eigi að gera í samgöngumálum eyjanna. Alvöru skoðanakönnun - sem var að vísu gerð fyrir nokkru síðan - bendir til að um 50% eyjamanna vilji bakkafjöru en hinn helmingurinn nýja ferju. En aftur, það er gömul könnun.
Meirihluti andvígur Bakkafjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 12:23
Undarlegar skoðanakannanir
Áðan rakst ég á þessa skoðanakönnun á Vísi:
Í síðastu viku voru lesendur Skessuhornsvefjarins spurðir hversu margar bækur þeir hefðu fengið í jólagjöf. Kom í ljós að ríflega 55% þeirra sem svöruðu höfðu fengið 1 til 3 bækur og tæplega 12% fengu fórar til sex. Um 3% fengu fleiri en sex bækur að gjöf. Það vekur hins vegar athygli að tæplega 30% svarenda fengu enga bók í jólagjöf.
Venjulega þegar menn gera skoðanakannanir leitast menn við að svara tiltekinni spurningu eða tilteknum spurningum. Þess vegna taka þeir úrtak úr einhverjum hóp og spyrja hann, en það gera þeir vegna þess að það tekur yfirleitt of langan tíma að spyrja allan hópinn. Úrtakið er valið þannig að allir sem eru í hópnum eigi jafnan möguleika á að lenda í úrtakinu. Svo alhæfa rannsakendurnir niðurstöðuna yfir á hópinn út frá niðurstöðum úrtaksins.
Þetta er allt rökrétt og gott. Sérstaklega er gott þegar menn nota vikmörk, en þau gefa til kynna að treysta megi niðurstöðunum með vissum skekkjumörkum. Gott og vel.
Þessi könnun Skessuhornsvefjarins er ekki af þessu tagi. Það er ekki stjórnað hver lendir í úrtakinu, þannig að það er algerlega óljóst um hvaða hóp úrtakið á að gilda. Hver sem er getur tekið þátt. Afskaplega ósennilegt er að úrtakið hafi óvart verið þannig að það megi alhæfa um alla lesendur Skessuhorns, en í það minnsta getum við ekki vitað það vegna þess að við vitum ekki hverjir svöruðu spurningunni! Það eina sem svona kannanir segja, með nokkurri vissu, eru skoðanir þeirra sem svöruðu.
Hvað segja svona kannanir þá, fyrir utan þá sem svöruðu könnunni, sem við vitum ekki einu sinni hverjir eru? Ekki neitt.
Vitanlega gildir þetta sem ég segi um fleiri kannanir en þessa birtist á Vísi. Þetta gildir um allar þær kannanir þar sem er ekki stjórnað hverjir lenda í úrtakinu. Og fyrst þessar kannanir segja ekki neitt, til hvers er fólk þá að þessu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2008 | 18:42
Erum við rotturnar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 12:58
Hvað hefur sagan kennt okkur?
Það eina sem sagan hefur kennt okkur er að við höfum ekkert lært af henni[1].
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 15:52
Endurbygging II
Myndin sem ég setti inn með færslu hér fyrir um það bil mánuði síðan er tekin innan úr Hvíta Húsinu.
Á árunum 1949 til 1952 var húsið svo að segja endurbyggt, milliveggir rifnir, ný burðargrind úr stáli var sett upp en hún heldur húsinu nú uppi. Í dag er afskaplega lítið upprunalegt af innréttingum í húsinu.
Hér til hliðar sést mynd sem er tekin á sama tíma og endurbyggingin átti sér stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 20:42
Freud segir...
I am actually not at all a man of science, not an observer, not an experimenter, not a thinker. I am by termpament nothing but a conquistador - an adventurer .... with all the curiosity, daring, and tenacity characteristic of a man of this sort.
Þetta skrifaði Freud í bréfi til vinar síns, Wilhelm Fliess árið 1900. Það er hálf skítt hvað karlinn er misskilinn; kenningarnar hans eru ekki vísindalegar, hann var ekki vísindamaður - þó að hann væri hrifinn af þeim, og hann taldi sig ekki vísindamann. Samt eru margir sem halda að hann hafi verið vísindamaður, en leitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 17:10
Samtökin Skynsemi í vísindum
Samtökin Skynsemi í vísindum hafa sannleikann að leiðarljósi. Þau eru með sérfræðinga á sínum snærum til að leiðrétta bábiljur sem kenndar eru við vísindi.
Ég sá þessa glefsu í Mogganum um daginn, á forsíðu eða baksíðu. Er einhver sem getur gefið mér nánari upplýsingar um þessi samtök, t.d. um fólk í stjórn samtakanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 01:45
Endurbygging
Lesendur mega gjarnan spreyta sig á þessu: Hér sést endurbygging á mjög þekktu, gömlu húsi. Hvaða hús er þetta?
3.12.2007 | 19:51
Hvernig skal vista myndbönd af YouTube
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 01:34
„Fjárfestar tapa fé“
Úr frétt af vef RÚV í dag:
Markaðsvirði hlutabréfa í 12 stærstu fyrirtækjunum í Kauphöll Íslands hefur lækkað um 480 milljarða króna á einum mánuði. Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 2%.
Þegar litið er að þróun mála síðustu 30 dagana er ljóst að margur fjárfestirinn er að tapa umtalsverðum fjárhæðum. Úrvalsvísitalan samanstendur af bréfum 15 stærstu fyrirtækjunum í Kauphöllinni.
[..]
Það að fjárfestar tapi peningum þegar félög lækka í verði, án þess að þeir hafi selt, er tómt kjaftæði. Ef maður kaupir sér hlutabréf í Allianz eða Icelandair og verðið á bréfunum lækkar nokkru eða löngu síðar, án þess að maður hafi selt, hefur maður ekki tapað krónu. Af hverju?
Í fyrsta lagi eru hlutabréf ekki ígildi peninga; maður hefur ekkert grætt þegar verðið á bréfunum hefur hækkað né hefur maður tapað þegar þau lækka í verði. Auk þess, ef hlutabréf væru ígildi peninga myndi maður ekki græða neitt á að selja bréfin sín né tapa, ekki satt? Í öðru lagi hefur maður ekki tapað neitt á viðskiptunum nema að maður hafi selt og fengið minni peninga til baka. Höfum það í huga hér að hlutabréf eru einungis viðurkenning á því að eigandi þess eigi vissan hluta af höfuðstól fyrirtækisins og þar að leiðandi jafn stóran hluta af fyrirtækinu sjálfu.
Það þegar fyrirtæki eru sögð tapa peningum án þess að þau hafi selt er eingöngu bókhaldslegs eðlis, eitthvað sem hagfræðingum (býst ég við?) hefur fundist sniðug leið til að sjá verðmæti fyrirtækja í ársreikningum. Ég myndi ekki segja að þetta gildi í raun og veru, bara í bókhaldslegum skilningi.
Ég á bágt með að sjá að blaðamenn átti sig ekki á þessu, en hvers vegna gera þeir þetta þá? Þeir svo sem eru ekki einir um að gera þetta, þetta gera mjög margir að því mér virðist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)