Ekkert að marka svona kannanir

Enn og aftur er gerð "skoðanakönnun" meðal lesenda netmiðils. Og aftur er þess ekki gætt að sá hópur er spurður sé lýsandi fyrir alla þá sem könnunin á gilda um.

Til hvers er verið að halda úti svona könnunum, hvað þá að vísa í þær í fjölmiðlum, rétt eins og þær séu eitthvað merkilegar? Til hvers? 

Nánari umfjöllun um tilgangsleysi kannana eins og þessarar má finna hér. Ég stend við fyrri yfirlýsingar mínar um að kannanir af þessum toga séu einskins nýtar.

Það er rétt að geta þess að Eyjamenn voru og eru ósammála um hvað eigi að gera í samgöngumálum eyjanna. Alvöru skoðanakönnun - sem var að vísu gerð fyrir nokkru síðan - bendir til að um 50% eyjamanna vilji bakkafjöru en hinn helmingurinn nýja ferju. En aftur, það er gömul könnun.  


mbl.is Meirihluti andvígur Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband