Færsluflokkur: Bloggar

Morgublaðið, 4. september 1939: ÞAÐ ER STRÍÐ

mbl_4_sept_1939_749156.png

H.M. látinn

H.M., einhver þekktasta persóna minnisrannsókna, fyrr og síðar, er látinn. H.M. - Henry Gustav Molaison

Brandari

Two hunters are out in the woods when one of them collapses. He doesn't seem to be breathing and his eyes are glazed. The other guy whips out his phone and calls the emergency services. He gasps, 'My friend is dead! What can I do?' The operator says, 'Calm down. I can help. First, let's make sure he's dead.' There is silence, then a shot is heard. Back on the phone, the guy says, 'OK, now what?'.

 Úr Quirkology, eftir Richard Wiseman. Brandarinn var sendurinn inn til LaughLab.


Vafasamar heimildir

Þessi frétt var á Eyjunni í gær, en ég býst við að uppruni beggja frétta megi finna hjá New Scientist, í gegnum aðra milliliði, eins og oft áður. Grein New Scientist má finna hér.

Eins og fyrr vara ég við að taka mark á vísindafréttum sem þessum en í fyrri pistlum hef ég rökstutt af hverju.

 


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björninn mættur til að hreinsa upp hlutabréfamarkaðinn

Björninn mættur

Myndin er hýst hér


Warren Buffett spilar bridge og fær sér Cherry kók

IMG_0529
Moses Chiong/Flickr

Íslenska efnahagsundrið

Hér er íslenska efnahagsundrið augum borið. Ég vona að þessi mynd kenni einhverjum að hvers kyns undur í hagkerfum eru bull og vitleysa - og stundum jafnvel áróður.

OMXISPI

 

Þessi mynd sýnir sem sagt breytingar á virði allra félaga á aðallista kaupahallarinnar.Tölurnar til vinstri merkja ekki krónur/aura né neitt slíkt, heldur er þetta vísitala. Lækkunin er 50% frá því mest var.


Rangfærsla

Mig langar til að benda á dálítið sem mér finnst skrítið við sem segir á vefsíðunni sem fréttin vísar í.

[..] Auk þess mun höfn í Bakkafjöru ekki stytta leiðina í höfuðstaðinn að neinu ráði þar sem ljóst er að siglingin mun taka 40 mínútur og þá tekur við akstur á einum af hættulegri vegum landsins í tæpar 2 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að sigling með Herjólfi milli lands og eyja tekur í dag 2 klukkustundir og 45 mínútur.

Þessi samanburður er auðvitað rangur, það vantar að taka inn í myndina að í dag þarf að keyra í um 30 - 40 mínútur frá Þolákshöfn til Reykjavíkur. Við þessar tvær klukkustundir og 45 mínútur bætist því við að lágmarki hálftími. Og er það rétt að það taki tvær klukkustundir að keyra frá Bakkafjöru til Reykjavíkur? Hvað er þetta langt? Er það líka rétt að þessi vegur sé svona hættulegur?


mbl.is Safna undirskriftum gegn Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum sálgreiningu í limbóið?

 "Who knows but that in future years neurosurgeons may apply direct selective shock therapy to the hypothalamus, thereby relegating psychoanalysis to that scientific limbo where perhaps it belongs?"

                                                                                                    - William B. Scoville

William B. Scoville var taugalæknir sem starfaði um miðbik tuttugustu aldar. Fimmtíu árum síðar erum við enn að kljást við sálgreiningu, sem lifir góðu lífi.

Annars var Scoville þessi eiginlega alræmdur, hann t.a.m. gerði misheppnaða aðgerð á H.M., þekktum manni innan sálfræði og taugavísinda. H.M. þessi gat eftir þá aðgerð ekki munað nýjar staðreyndir né myndað nýjar minningar.


Rök gegn reykingabanni - rökleysa?

Á vefnum Málsvara birtist grein sem fjallar um reykingabannið. Þar segir að helstu rök ríkisins fyrir reykingabanni sé að vernda starfsfólk:

Rökin sem helst voru notuð með banninu voru þau að vernda bæri starfsfólk á veitinga- og skemmtistöðum fyrir óbeinum reykingum. Veit nú ekki alveg með þau rök, því ef þú ræður þig í vinnu þá verðurðu að ráða við starfsumhverfið hverju sinni og ef þér mislíkar, þá geturðu alltaf sagt upp. Það er enginn að neyða neinn til að vinna á veitinga- eða skemmtistöðum.

 Það skemmtilega við þessi rök er að það má yfirfæra þau yfir á verksmiðjustarfsemi. Ef manni mislíkar að eitruð efni séu notuð í verksmiðjunni sem maður vinnur í, án þess að hlífðarbúnaður sé í boði, getur maður alltaf hætt og fengið sér aðra vinnu. Vinnu þar sem eiturefnin eru ekki notuð eða hlífðarbúnaður er til staðar. En er það raunhæft þegar vinnuvernd er lítil sem engin? Nei, auðvitað ekki. Líklega kemur eitthvað annað í staðinn fyrir eiturefnin.

Ég vil aðeins með þessu benda á hve fjarstæðukennd þessi röksemd er, þegar við höfum reynslu af öðrum greinum þar sem fólk hafði ekkert val,  fyrir tíma nútíma vinnuverndar. Fólk varð að vinna við lélegar aðstæður, það var ekkert annað í boði. Þar til væntanlega að menn fóru að setja lög og reglur.

En kannski má leysa þetta vandamál með öðrum hætti? Vonandi. En hvatning verður að vera til staðar, hver sem hún er - og það er greinilegt að hún var lítil þar til löggjafinn ákvað að setja lög. Þeir sem ekki reyktu létu það nefninlega oft yfir sig ganga að sitja í reyknum...  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband