12.3.2007 | 01:09
Víkverji, gagnrýni fjölmiðla á aðra fjölmiðla
Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar pistil um Víkverja hjá Morgunblaðinu. Ágætur pistill, finnst mér. Fjölmiðlar eiga að fá gagnrýni, eins og aðrir.
Gagnrýni er ekki slæm í eðli sínu, hún er ábending um að eitthvað megi betur fara og þarf alls ekki að vera neikvæðni. Stundum þarf þó að bremsa á gagnrýnina (þetta á þó ekki við um vísindi og fræði), ef gagnrýnin er óviðeigandi eða hreinlega óþörf.
Ég held reyndar að ég skilji vel ef fjölmiðlamenn fá á sig gagnrýni í massavís, að þeir verði pirraðir og þreyttir á því. Þeir standa jú í eldlínunni - ef svo má að orði komast - því þeir eru að segja frá einhverju sem hefur gerst nýlega, er kannski óljóst enn og getur breyst á hverri stundu. Að því leyti mega gagnrýnendur passa sig; upplysingar eru ekki alltaf til reiðu og málin geta þróast hratt, þá getur verið erfitt að púsla saman góðri frétt. En annars mega fjölmiðlamenn alveg taka á sig gagnrýni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 00:28
Meira af "fréttum"
Hrotur maka kosta rúmlega þriðjung Breta alls tveggja ára svefn yfir ævina samkvæmt nýrri könnun. Fréttavefur BBC segir frá þessi. Helmingur þátttakenda, sem voru 2.000 talsins, sögðu að hroturnar hefðu neikvæð áhrif á kynlíf þeirra, en 85% voru á því að sambandið myndi batna ef hægt væri að stöðva hroturnar.
Vá, þetta eru gríðarleg vísindi. Mikill fróðleikur í þessu. Afsakið hæðnina. Þetta er náttúrulega ótrúlega gagnslausar upplýsingar. Auðvitað skapar svefntruflanir vandamál í samböndum, það gefur auga leið (ég þarf ekki að sýna rökin fyrir því, er það?) Og að sjálfsögðu myndi það batna ef svefntruflanirnar hverfa! Auk þess, eru þetta ekki áætlaðar tölur? Hvernig ætla menn að fara að því að komast að því hve miklu svefnleysi hrotur valda? Það er eitthvað hæpið, nema kannski að komið sé fyrir búnaði og gerð tilraun (og jafnvel þá er óvissa!). Þetta hlýtur að vera áætlað - af hverju er það ekki sagt þá?
Talsmaður bresku svefnsamtakanna segir BBC að mikilvægt sé að ná nægum svefni, og að svefnleysi geti haft slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu og að svefnleysi hafi verði tengt við slæma frammistöði í námi, auknar líkur á offitu og sykursýki, skilnaði, aukna sjálfsmorðstíðni m.a.
Þetta er líka vel vitað. Svefn gegnir mikilvægu hlutverki í líkamsstarfseminni, að minnsta kosti fyrir flesta. Þeir eru örfáir sem sofa afar lítið og þurfa ekki að þola fyrir það. Aðrir gera það. Þetta er vel vitað og hefur verið það lengi. Hvar eru fréttirnar?
Svefn við hlið manneskju sem hrýtur getur þýtt að viðkomandi tapar allt að tveggja klukkustunda svefni á hverri nóttu, sambönd eru sögð vara að meðaltali um 24 ár, en þetta þýðir með þeim útreikningum sem beitt er í rannsókninni að Bretar sem þjást vegna hrjótandi maka tapa um tveggja ára svefni alls.
Þessi rökleiðsla er út í hött."Svefn við hlið manneskju sem hrýtur getur þýtt...". Ein pæling hér: Til að þetta gildi um alla, þurfa þessi 2.000 að vera valin af handahófi (til að minnka áhrif frá öðrum áhrifaþáttum) - var það gert? Snérist rannsóknin kannski um eitthvað allt annað, eins og ég hef komist að áður um vísindafréttir birtar hér?
Ég skora á Moggamenn að fjarlægja þessa frétt, hún er út í hött. Það að aðrir skulu birta hana gerir það ekki að verkum að það sé allt í lagi að birta hana sjálfur - og það gerir það ekki skárra heldur. Ég skora líka á Moggamenn að breyta um áherslur: Hætta að þýða frá fjölmiðlum greinar sem skipta litlu sem engu máli fyrir almenning. Þessi fréttaflutningur af vísindafréttum gefur afar villandi mynd af því hvernig vísindi eiga sér stað. Ég mælist til að blaðamenn Morgunblaðsins fari og skoði málið vel og sjái sjálfir hvernig aðferðafræði vísindanna er, hvernig vísindi virka og hvers vegna það er vitlaust að segja frá einstökum greinum. Þá myndu þeir sjálfir skilja af hverju fréttirnar sem þeir þýða úr eru glórulausar!
Ég talaði hér aðallega um Morgunblaðið, en ég hefði alveg eins getað sagt Vísir/Fréttablaðið. Þeir sem þar skrifa vísindafréttir mega líka taka þetta til sín.
Hrotur maka kosta mikinn svefn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 17:31
Ónákvæmni?
Hefur blaðið eftir prófessornum Luis Vitetta hjá háskólanum í Queensland að niðurstöðurnar séu áhyggjuefni þar sem afar umfangsmikill iðnaður standi að framleiðslu efna sem fólki sé talið trú um að séu heilsusamleg, en reyndin sé að þau séu beinlínis hættuleg .
Hættuleg í of stórum skömmtum ætti þetta að vera, býst ég við. Annað gengur ekki upp.
Málið er að maður verður að hugsa sjálfur um hvað maður lætur ofan í sig, en ekki éta hvað sem er í hugsunarleysi. Sama gildir um vítamín og önnur slík efni - fólk ætti að gæta sín sérstaklega þar og leita sér að upplýsingum um hvað sé æskilegt að éta mikið.
Fjörefnin banvæn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2007 | 17:19
Eh?
Þetta eru nákvæmlega engar fréttir. Þetta hefur verið vitað mjög lengi.
Það hefur verið hægt að lesa um þetta á t.d. Wikipedia heillengi - þetta er ekkert nýtt!
Hvernig væri nú að færa alvöru vísindafréttir? Eitthvað merkilegt... pistlarnir um loftslagsáhrifin voru t.d. mjög fínir.
Lítið gagn í kaffibollanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 14:11
Fréttnæmt?
Dr. Angelo Picardi, sem fór fyrir rannsókninni, segir að sýnt hafi verið fram á það áður að óöryggi geti tengst heilsufarsvandamálum og hvernig fólki tekst að takast á við aðstæður sem valda streitu.
Af hverju er þetta þá fréttnæmt? Tæplega því að rannsóknin styrki þessar fyrri niðurstöður, svo lítil rannsókn styrkir ansi lítið - 60 manns er mjög lítið. Hver er fréttin?
Ónæmiskerfi þeirra sem finna til óöryggis talið verra en annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 22:04
Makalaust kjaftæði
Þessi grein er makalaust kjaftæði. Þetta eru ekki fyrstu vísbendingarnar um að sviti karla hafi lífeðlisleg áhrif á gagnkynhneigðar konur. Það er svo langt í frá að vera satt, ég man eftir grein um þetta efni sem var birt líklega 1999. Ég hugsa að ég finni eitthvað um þetta í lífeðlisfræðibókinni minni, sem kom út í fyrra.
Í grein, sem fjallar um þessa rannsókn sem Morgunblaðið segir frá, sem birt var á vefsíðu Berkeley háskóla segir:
The study, reported this week in The Journal of Neuroscience, provides the first direct evidence that humans, like rats, moths and butterflies, secrete a scent that affects the physiology of the opposite sex.
Ég undirstrikaði direct evidence. Þarna liggur munurinn: Vísbending er ekki það sama og sterk sönnunargögn. Þannig er þessi Moggagrein í mótsögn það sem frétt Berkeley háskóla segir frá: Annars vegar er sagt að um vísbendingar að ræða og hins vegar sterk sönnunargögn.
Og af hverju er vísbending ekki það sama og sterk sönnunargögn? Ég myndi nefninlega halda, að menn meti þessi nýju gögn þannig að þau gefi til kynna að það sé mjög sennilegt að sviti karla hafi áhrif á konur, en fyrir hafi það verið þannig að gögnin sem voru til áður gáfu til kynna að það sé alveg til í dæminu. Sem sagt, grunurinn styrkist mjög.
--
Uppfært 14. febrúar: Ég sé núna að það stendur fyrstu beinu vísbendingarnar. Hvort það var þegar ég skrifaði pistilinn upprunalega er ég ekki viss um, en allavegana ef svo er þá er greinin betri. Ég breytti líka vangaveltunum um vísbendingar og sterk sönnunargögn.
Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 14.2.2007 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2007 | 00:37
Mistúlkun tölfræðinnar
Mogginn segir, að í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á laugardaginn, mældist fylgi Samfylkingar 27,9%, Sjálfstæðisflokksins 36,8%, Framsóknarflokksins 3,9%, Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs 23,7% og Frjálslynda flokksins 7,3%.
Í lokin, getur Mogginn þess að:
Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 10. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?. 54,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
54,8% tóku afstöðu, sem merkir þá að 45,2% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Nú spyr ég: Skiptir það engu máli fyrir niðurstöðurnar? JÚ, svo sannarlega! Þessi stóri hluti sem ekki tekur afstöðu skiptir höfuðmáli fyrir þessa könnun. Ef þjóðin ætti að kjósa í dag myndi ég ætla að stór hluti þeirra sem ekki tekur afstöðu hér, myndi taka afstöðu. Reynslan er nefninlega sú, að yfir 80% þeirra sem hafa kosningarétt nýta sér hann - og svo hefur það verið frá 19341. Og það sem meira er, þá er lítið um ógild atkvæði (einhverjar prósentur)2. Hér er því um að ræða að sennilega mun ákveðið hlutfall þeirra, sem voru spurðir en tóku ekki afstöðu, kjósa þegar þar að kemur. Hvernig þetta ákveðna hlutfall kýs, breytir auðvitað öllu varðandi niðurstöður kosninganna. (Hér gef ég mér það að fólk muni kjósa það sem það segist ætla að kjósa í könnuninni, og líka að fólk skipti ekki um skoðun, en það er nú efni í annan pistil.)
Það sem þetta segir mér um þessa könnun Fréttablaðsins, er að líkindin á að hún reynist ekki spá rétt fyrir um úrslit kosninga séu há. En það aftur gerir það að verkum að prósenturnar sem Mogginn segir hér frá (beint upp úr Fréttablaðinu) eru líklega ekki þær sem myndu birtast ef kosið yrði í dag.
Að lokum: Af hverju éta fjölmiðlar þessar tölur upp eftir hvor öðrum þegar það er það er svona bersýnilegt að þær eru að öllum líkindum ekki í takt við það sem myndi gerast? Sést mér yfir eitthvað hérna?
--
1: Skv. tölum Hagstofunnar
2: Aftur skv. tölum Hagstofunnar
Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 14.2.2007 kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 20:08
Góð fréttamennska
Ég hef gagnrýnt undanfarið hvernig Mogginn fer með vísindafréttir. Þessi frétt hér er þó til fyrirmyndar.
Hins vegar mætti Mogginn gjarnan skrifa eitthvað um þá gagnrýni sem IPCC hefur hlotið - og hvaða skoðanir aðrir vísindamenn hafa en þeir sem telja að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Það væri vísir að því sem ég ræddi um í öðrum pistli varðandi það að fá álit sem flestra vísindamanna um málin. Góður ítarlegur pistill um málið væri kannski æskilegur? Nema að slíkur hafi birst í pappírsútgáfu Moggans?
Viðhorf IPCC önnur en 1990 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 19:27
Veraldarvefurinn er ekki internetið...
Ég veit ekki hvort að sá sem skrifaði þennan litla pistil hélt að veraldarvefurinn (köllum hann vefinn héðan í frá) væri það sama og internetið, en það er alveg öruggt, að internetið og vefurinn er ekki það sama.
Internetið vísar, að miklu leyti, í allar þær tengingar sem milljónir tölva mynda sín á milli og mynda þannig internetið (að vísu má tiltaka fleira, en látum þetta duga). Vefurinn er svo apparat sem reiðir sig á internetið til að virka.
Vegna þessa, skil ég ekki af hverju fréttin segir að vefurinn hafi ekki farið um koll, þegar nær væri að segja að internetið hafi ekki farið um koll? Nema að ákveðnir partar internetsins (MSN Messenger, tölvupóstur, IRC, o.fl.) hafi klikkað - en hverjir voru þeir þá?
Svo er stafsetningarvilla í greininni; skilgreint er með i, ekki y.
Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2007 | 21:10
Skekkt úrtak?
Það var fyrirtækið ACNielsen sem gerði könnunina og þátt í henni tóku rúmlega 25.000 netnotendur.
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi könnun var gerð, en þessi aðferðafræði hljómar ekki traustvekjandi. Spyrja netnotendur? Úff - úrtakið er nánast pottþétt skekkt, en skekkt úrtak gerir það að verkum að könnunin gefur líklega rangar niðurstöður. Að minnsta kosti er hæpið að taka mark á henni.
13% Bandaríkjamanna hafa aldrei heyrt um hlýnun andrúmsloftsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)