Meira af "fréttum"

Hrotur maka kosta rúmlega þriðjung Breta alls tveggja ára svefn yfir ævina samkvæmt nýrri könnun. Fréttavefur BBC segir frá þessi. Helmingur þátttakenda, sem voru 2.000 talsins, sögðu að hroturnar hefðu neikvæð áhrif á kynlíf þeirra, en 85% voru á því að sambandið myndi batna ef hægt væri að stöðva hroturnar.

 Vá, þetta eru gríðarleg vísindi. Mikill fróðleikur í þessu. Afsakið hæðnina. Þetta er náttúrulega ótrúlega gagnslausar upplýsingar. Auðvitað skapar svefntruflanir vandamál í samböndum, það gefur auga leið (ég þarf ekki að sýna rökin fyrir því, er það?) Og að sjálfsögðu myndi það batna ef svefntruflanirnar hverfa! Auk þess, eru þetta ekki áætlaðar tölur? Hvernig ætla menn að fara að því að komast að því hve miklu svefnleysi hrotur valda? Það er eitthvað hæpið, nema kannski að komið sé fyrir búnaði og gerð tilraun (og jafnvel þá er óvissa!). Þetta hlýtur að vera áætlað - af hverju er það ekki sagt þá?

Talsmaður bresku svefnsamtakanna segir BBC að mikilvægt sé að ná nægum svefni, og að svefnleysi geti haft slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu og að svefnleysi hafi verði tengt við slæma frammistöði í námi, auknar líkur á offitu og sykursýki, skilnaði, aukna sjálfsmorðstíðni m.a.

 Þetta er líka vel vitað. Svefn gegnir mikilvægu hlutverki í líkamsstarfseminni, að minnsta kosti fyrir flesta. Þeir eru örfáir sem sofa afar lítið og þurfa ekki að þola fyrir það. Aðrir gera það. Þetta er vel vitað og hefur verið það lengi. Hvar eru fréttirnar?

Svefn við hlið manneskju sem hrýtur getur þýtt að viðkomandi tapar allt að tveggja klukkustunda svefni á hverri nóttu, sambönd eru sögð vara að meðaltali um 24 ár, en þetta þýðir með þeim útreikningum sem beitt er í rannsókninni að Bretar sem þjást vegna hrjótandi maka tapa um tveggja ára svefni alls.

 Þessi rökleiðsla er út í hött."Svefn við hlið manneskju sem hrýtur getur þýtt...". Ein pæling hér: Til að þetta gildi um alla, þurfa þessi 2.000 að vera valin af handahófi (til að minnka áhrif frá öðrum áhrifaþáttum) - var það gert? Snérist rannsóknin kannski um eitthvað allt annað, eins og ég hef komist að áður um vísindafréttir birtar hér?

 Ég skora á Moggamenn að fjarlægja þessa frétt, hún er út í hött. Það að aðrir skulu birta hana gerir það ekki að verkum að það sé allt í lagi að birta hana sjálfur - og það gerir það ekki skárra heldur. Ég skora líka á Moggamenn að breyta um áherslur: Hætta að þýða frá fjölmiðlum greinar sem skipta litlu sem engu máli fyrir almenning. Þessi fréttaflutningur af vísindafréttum gefur afar villandi mynd af því hvernig vísindi eiga sér stað. Ég mælist til að blaðamenn Morgunblaðsins fari og skoði málið vel og sjái sjálfir hvernig aðferðafræði vísindanna er, hvernig vísindi virka og hvers vegna það er vitlaust að segja frá einstökum greinum. Þá myndu þeir sjálfir skilja af hverju fréttirnar sem þeir þýða úr eru glórulausar!

Ég talaði hér aðallega um Morgunblaðið, en ég hefði alveg eins getað sagt Vísir/Fréttablaðið. Þeir sem þar skrifa vísindafréttir mega líka taka þetta til sín.


mbl.is Hrotur maka kosta mikinn svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ætlaði að blogga mjög svipað.

Bíð eftir þremur gullgreinum:

"Sársauki ef sparkað er í pung karlmanna." 

"Vont ef menn stinga skærum í augað á manni."

"Ölvun á sér stað við drykkju áfengis."

Ólafur Þórðarson, 20.3.2007 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband