Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
25.2.2008 | 15:34
Ekkert að marka svona kannanir
Enn og aftur er gerð "skoðanakönnun" meðal lesenda netmiðils. Og aftur er þess ekki gætt að sá hópur er spurður sé lýsandi fyrir alla þá sem könnunin á gilda um.
Til hvers er verið að halda úti svona könnunum, hvað þá að vísa í þær í fjölmiðlum, rétt eins og þær séu eitthvað merkilegar? Til hvers?
Nánari umfjöllun um tilgangsleysi kannana eins og þessarar má finna hér. Ég stend við fyrri yfirlýsingar mínar um að kannanir af þessum toga séu einskins nýtar.
Það er rétt að geta þess að Eyjamenn voru og eru ósammála um hvað eigi að gera í samgöngumálum eyjanna. Alvöru skoðanakönnun - sem var að vísu gerð fyrir nokkru síðan - bendir til að um 50% eyjamanna vilji bakkafjöru en hinn helmingurinn nýja ferju. En aftur, það er gömul könnun.
Meirihluti andvígur Bakkafjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 23:41
Skilgreining í alfræðiorðabókastíl á sálfræði
Sálfræði væri rétt skilgreind í alfræðiorðabók svona:
Sú grein vísinda þar sem rannsakendur hennar eru ekki sammála um hvað fagið snýst. Sumir segja að sálfræði snúist um hugsun, hegðun og heila, á meðan aðrir segja að hugsun sé hegðun svo viðfangsefnið sé í raun hegðun og heili. Sálfræði er einnig sú grein innan vísinda þar sem rannsakendurnir eru ósammála um hvaða aðferðir eigi að nota til að rannsaka viðfangsefnin - hver sem þau nú eru.
Jafnvel ganga sumir svo langt að segja að maður nokkur frá Vín, Sigmund Freud að nafni, hafi stundað sálfræði og þar með vísindi. Flestir segja að það sé þvæla. Aðrir segja að hann hafi verið loddari sem vildi verða frægur. Aðrir hafa ásakað hann um að vera haldinn duldum óskum. Freud skrifaði marga hillumetra af bókum um meintar rannsóknir sínar.
Aðrir segjast hafa fundið út einhvers konar manngerðir með því að spyrja fólk um það sjálft og reikna út úr þeim gögnum. Þeir samt vita ekki hvað þeir fundu út með þessu, bara eitthvað. Þeir hafa samt skrifað marga hillumetrana af bókum um viðfangsefni sín.
Enn aðrir segjast hafa fundið orsakir hegðunar með því að rannsaka dúfur og rottur. Sumir þeirra hafna meira að segja að hugsun skipti máli fyrir hegðun! Þeir, sömuleiðis, hafa skrifað marga hillumetra um rannsóknir sínar. Mest um dúfur og rottur. Samt tala þeir aðallega um fólk.
Þeir eru fleiri sem stunda rannsóknir í sálfræði. Þessir þykjast rannsaka hvað fólk hugsar með því að leggja fyrir það verkefni. Einn rannsakandi lét fólk leysa þraut. Svo sagðist hann geta sagt hvað fólkið var að hugsa. Rotturannsakendurnir andvarpa þegar þeir heyra svoleiðis nefnt og segja 'Lærðu þeir aldrei um hvað raunvísindi snúast?'.
Og svo eru það þeir sem setja fólk í stóla og plata fólkið til að halda að það hafi gefið annari manneskju raflost. Með þessu segjast þeir hafa fundið út að í raun hafi fólk látið stjórnast af yfirvaldi, sjálfum rannsakandanum. Jafnvel hafa menn lokað í fangelsi sjálfboðaliða, fangelsi sem var rekið af öðrum sjálfboðaliðum. Tveir þátttakendana fengu taugaáfall og voru lagðir á sjúkrahús. Fangelsinu var lokað eftir fimm daga rekstur. Rannsakendurnir sögðust hafa fundið út að aðstæður stjórnuðu fólki.
Allt segist þetta fólk stunda sálfræði.
Ég ýki ekkert voðalega mikið með þessari framsetningu. Sálfræði er einkar ruglingslegt fag.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2008 | 00:17
Trúarbrögð koma í veg fyrir handþvott á sjúkrahúsum
Dr Mark Enright, professor of microbiology at Imperial College London, said: "To wash your hands properly, and reduce the risks of MRSA and C.difficile, you have to be able to wash the whole area around the wrist.
But the Islamic Medical Association insisted that covering all the body in public, except the face and hands, was a basic tenet of Islam.
"No practising Muslim woman - doctor, medical student, nurse or patient - should be forced to bare her arms below the elbow," it said.
Svona er Bretland í dag. Sjá hér.
Trúarbrögð eru ekki alslæm, en þetta er svo sannarlega einn af dekkri afkimum þeirra. Handþvottur á sjúkrahúsum er að sjálfsögðu grundvallaratriði, þeir sem ekki vilja þvo sér verða að sjálfsögðu að víkja fyrir öðrum sem eru reiðubúnir til þess.