12.3.2007 | 01:09
Víkverji, gagnrýni fjölmiðla á aðra fjölmiðla
Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar pistil um Víkverja hjá Morgunblaðinu. Ágætur pistill, finnst mér. Fjölmiðlar eiga að fá gagnrýni, eins og aðrir.
Gagnrýni er ekki slæm í eðli sínu, hún er ábending um að eitthvað megi betur fara og þarf alls ekki að vera neikvæðni. Stundum þarf þó að bremsa á gagnrýnina (þetta á þó ekki við um vísindi og fræði), ef gagnrýnin er óviðeigandi eða hreinlega óþörf.
Ég held reyndar að ég skilji vel ef fjölmiðlamenn fá á sig gagnrýni í massavís, að þeir verði pirraðir og þreyttir á því. Þeir standa jú í eldlínunni - ef svo má að orði komast - því þeir eru að segja frá einhverju sem hefur gerst nýlega, er kannski óljóst enn og getur breyst á hverri stundu. Að því leyti mega gagnrýnendur passa sig; upplysingar eru ekki alltaf til reiðu og málin geta þróast hratt, þá getur verið erfitt að púsla saman góðri frétt. En annars mega fjölmiðlamenn alveg taka á sig gagnrýni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.