Skoðanakannanir - mælikvarði á gæði?

Egill Helgason skrifar á umræðusvæði Vísis:  

Á Íslandi höfum við besta landbúnað í heimi og bestu landbúnaðarvörurnar. Þetta er búið að staðfesta í skoðanakönnun.

 Ég veit ekki, á þetta að vera grín? Ég ætla að prófa að taka þessu sem alvöru.

Þó svo að fjöldinn kaupi eitthvað fremur en annað, þarf það ekki að vera vegna þess að það er besta varan. Til dæmis kann að vera, að fyrirtækið sem markaðssetur vöru sé með afar snjalla markaðsfræðinga (þeir eru til) í vinnu hjá sér, og þeir séu svo snjallir að fá fólk til að kaupa. Ef fólki líkar eitthvað vel, og markaðsfólkið fær það til að halda áfram að kaupa það, þá getur liðið afar langur tími þar til fólk prófar eitthvað nýtt, eitthvað ennþá betra. Hér skapast því vandamálið um hvenær maður getur vitað hvort eitthvað sé betra en hitt sé þessi mælikvarði (fjöldans) notaður.

Önnur spurning er líka hvort fólk almennt sé að prófa að kaupa aðrar vörur (að fólk geri það almennt er forsendan fyrir því að það meirihlutinn velji bestu vöruna) til að sjá hvort þær séu betri? Ég veit það ekki. Ég set spurningarmerki við það, að minnsta kosti. Enn önnur er hvernig fólk fer að því að meta hvort eitthvað sé betra. Það er óljóst og misjafnt milli fólks.  

Er svona erfitt að sjá þetta? Eða hefur Egill ef til vill ofurtrú á markaðskerfum og mótar allt eftir því? Ég veit ekki.

En ég vara við því að taka skoðanakönnunum sem mælikvarða á hitt eða þetta. Hegðun fólks er margslungin og flókin, það þarf engum að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er nú ekki viss um þetta með besta landbúnaðinn, en hins vegar er hann á því að hvergi sé lambakjötið betra en hér.  Hvað aðrar vörur varðar... hummm...svona fljótt á litið man Púkinn nú ekki eftir mörgu.

Púkinn, 12.3.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband