Færsluflokkur: Vísindi og fræði
29.5.2012 | 03:23
Þegar Sigmund Freud yfirgaf Austurríki
Sigmund Freud yfirgaf austurríki 1938, fljótlega eftir að nasistarnir tóku yfir Austurríki. Freud-fjölskyldan fékk Gestapó í heimsókn oftar en einu sinni eftir þá yfirtöku. Og Anna Freud, dóttir Sigmund Freud, var kölluð í yfirheyrslu hjá Gestapó. - Sumir sluppu ekki lifandi frá svoleiðis yfirheyrslum, en hún var heppin.
Freud tók það ekki í mál að yfirgefa landið áður en þetta gerðist. Og jafnvel eftir að nasistarnir tóku landið yfir neitaði hann að flýja. Hann sagðist vera gamall, lasinn, deyjandi, og auk þess, hvert ætti hann að leita? Enginn vildi taka við gyðingum. En vinir hans sannfærðu hann að lokum. Og heimsóknirnar frá Gestapó og yfirheyrslan yfir dóttur hans hertu á þessari sannfæringu.
Svo kom leyfið til að fara. Leyfið var ekki auðsótt, Freud þurfti að beita öllum sínum samböndum. Forseti Bandaríkjanna ku víst hafa vitað af málinu, auk sem þingmenn í Breska þinginu hjálpuðu til. Freud-fjölskyldan var neydd til að greiða ýmis gjöld sem nasistarnir fundu upp, til að fá leyfið.
Áður en þau fóru þurfti Freud samt að kvitta upp á það að Austurrísk yfirvöld, sem voru algerlega undir stjórn nasista .. had not ill-treated him. Hann kvittaði upp á það og bætti við athugasemd sem hljómar svona á ensku: I can most highly recommend the Gestapo to everyone.
Samt fékk hann og fjölskylda hans að fara úr landi.
Byggt á bók Peters Gay, Freud: A Life for our Time (1988).
20.7.2008 | 14:10
Hlutabréf og hlutabréfamarkaðir: Óskynsemin í hnotskurn?
Warren E. Buffett er frægur fyrir það að nýta sér hvað þeir sem stunda hlutabréfamarkaði eru upp til hópa fyrirsjáanlegir og óskynsamir. Hann lítur ekki svo á að þeir sem stundi markaðina séu allir óskynsamir alltaf, en það er augljóst að hans mati að fólk sem stundar hlutabréfamarkaðina lætur annað fólk hafa gífurleg áhrif á sig.
Þeir sem stunda hlutabréfamarkaðina, í bland við það að snuðra eftir hlutabréfum, líta margir til þess hvað aðrir eru að gera og haga sér í samræmi við það. Einhver sem stundar verðbréfaviðskipti hefur samband við aðra sem stunda markaðinn og fiskar upp úr þeim hvað þeir séu að gera. Nú gæti einhver spurt: En er þetta ekki eðlilegt? Er það ekki svo, þegar allt kemur til alls, að hlutabréf eru bara eitthvað sem maður þarf að selja næsta náunga, með hagnaði? Er þá ekki skynsamlegt að kaupa (eða selja) sömu hlutabréf þegar aðrir eru að gera það sama? Er ekki einmitt skynsamlegt að kaupa þegar aðrir eru að kaupa, því að þá er líklegt að aðrir séu einmitt að gera það sama, sem leiðir til að verðið hækki - og þá getur maður fljótlega selt með hagnaði? Aðalmálið er bara að vera á undan hækkununum. (Það öfuga gildir þegar aðrir eru að selja).
Ég held að Buffett væri sammála mér þegar ég segi: Nei, þetta er ekki svona einfalt; vissulega eru hlutabréf eitthvað sem maður selur næsta náunga, með hagnaði, en það þýðir ekki að maður eigi að gera það sama og hann. Ástæðan er einföld: Hlutabréf eru ekkert annað en eins konar afsal, sönnun fyrir því að maður eigi visst stóran hluta í fyrirtæki; en fyrirtæki græða líka peninga - eða eiga að gera það - sem á endanum eiga að enda hjá hluthöfum. Það sem er skynsamlegra að gera, segir Buffett, er að kaupa hlutabréf í góðu fyrirtæki, sem skilar manni arði til lengri tíma, en á sama tíma fyrirtæki sem fæst fyrir hæfilega mikla peninga.
Og ég held líka að það sé mun skynsamlegra, vegna þess að reynslan er sú að góð, ódýr fyrirtæki verða seinna meir oft vel metin af ,,markaðnum'' - stundum of vel, einmitt vegna þess að menn eru að herma hvor eftir öðrum í æsingi við að græða sem mesta peninga. Á meðan bíður Buffett eftir því að ruglið nái hæstu hæðum og selur - ef hann dæmir eignarhlutann ekki sem eign til frambúðar. Hann selur kannski þegar einn dollar í hagnaði fyrirtækisins kostar 20 til 40 dollara á hlutabréfamarkaðnum.
Það er svo umhugsunarefni út af fyrir sig hvort að æsingurinn, sem einkennir hlutabréfamarkaði þegar mikið er í gangi og verð eru búin að hækka lengi, geri kapitalismann enn verri en hann þarf að vera. Og nógu slæmur er hann fyrir. Ég held að svo geti verið, vegna þess að þegar æsingurinn er sem mestur er mikil krafa á þá sem stjórna fyrirtækjunum um að ná sem fram sem mestum hagnaði - en aukinn hagnaður ætti að þýða að verðið á fyrirtækjum hækkar - og þá þýðir það aukinn hagnaður af sölu hlutabréfanna. Stjórnendur fyrirtækja vita líka, að hætt er að þeim verði sparkað ef þeir standa sig ekki í hagnaðaraukningunni. En hvernig nær maður fram sem mestum hagnaði? Til dæmis með því að láta ekki vinna úr eiturefnum og urða þau í staðinn. En er þetta raunin? Ég held það - dæmin um að svonalagað sé gert, vegna þess að það er ódýrara, eru mörg.
Annað dæmi um óskynsemi þeirra sem stunda hlutabréfamarkaði kristallast í þessum orðum á vefnum T24 - vef um stjórnmál og viðskipti:
Einstaklingar eiga ekki að huga að hlutabréfakaupum þessar vikurnar og raunar væri ráðlegt fyrir flesta að selja sín bréf (hér er ekki einu sinni hugsað um íslenskan hlutabréfamarkað). En þó ástandið sé erfitt er ljóst að mörg fyrirtæki hafa gefið gríðarlega góða ávöxtun á undanförnum vikum og þá ekki síst fyrirtæki sem telgjast olíuiðnaði.
Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtæki sem eru skráð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og tengjast olíu- og gasleit eða þjónustu við slík fyrirtæki. Vert er að taka fram að ekki er verið að mæla með kaupum í fyrirtækjunum heldur miklu fremur benda fjárfestum á að fylgjast með og vera tilbúnir til að kaupa í viðkomandi fyrirtæki þegar hlutabréfamarkaðurinn réttir úr kútnum. [..]
Þetta er óskynsamleg ráðlegging því að einmitt núna gætu verið kauptækifæri í góðum fyrirtækjum, sem fást fyrir lágt verð. Það er vel vitað að menn selja oft bréf í góðum fyrirtækjum - sem verður til þess að verðið á þeim fellur, ekki af því að fyrirtækjunum gengur illa, heldur af því að þeir hræddir um verðfall. Aðrar ástæður geta líka komið til, t.d. að þeir þurfi að losa um lán.
En af hverju ætli höfundur pistilsins á T24 ráðleggi fólki ekki að kaupa hlutabréf um þessar mundir? Væntanlega af því að hann lítur á hlutabréf sem eitthvað til að selja næsta manni, en ekki sem viðurkenningu á eign í fyrirtæki, fyrirtæki sem væntanlega mun skila hagnaði og arði. Hann væntanlega lítur svo á að það sé visst öryggi fólgið í því að aðrir séu líka að kaupa og selja bréfin, svo að maður geti selt þegar maður vill selja.
Enn annað dæmi um hvernig óskynsemi sumra þeirra sem stunda hlutabréfamarkaðina kemur fram má lýsa með atburðum ársins 1987, þegar hlutabréfamarkaðir hrundu í Bandaríkjunum. Í stuttu máli má segja að tölvan hafi á þessum tíma verið að koma til sögunnar á hlutabréfamörkuðunum fyrir alvöru. Það sem menn tóku að gera var að stilla tölvur til að selja hlutabréf (og selja rétt til að kaupa hlutabréf) sjálfkrafa ef verðið á þeim féll visst mikið. Og með þessu töldu menn að þeir væru öruggir - tölvurnar myndu grípa inn í ef markaðurinn færi að gefa eftir. Svo gerðist það: Verðið lækkaði - kannski byrjaði það með tiltölulega litlum hópi fólks sem fór að selja, það þekki ég ekki, en svo fóru tölvuforritin sjálfkrafa að selja bréfin. Í kjölfarið fór lækkaði verðið enn meira, sem leiddi til þess að enn fleiri tölvuforrit fóru að selja, og koll af kolli.
Á myndinni til hliðar má hvernig hlutabréfavísitalan Dow Jones breyttist þegar á ósköpunum stóð. Dýfan er töluverð.
Það var vel vitað, áður en hrunið varð, að margir voru að nota tölvuforrit sem áttu að selja sjálfkrafa ef verð á hlutabréfum myndi lækka. Og þeir sem notuðu forritin vissu að aðrir voru að því líka. Hefði þetta fólk ekki átt að átta sig á því, að þegar fjölmargir nota aðferð sem þessa, þá mun það hafa áhrif á verðið og það getur leitt til hruns? Vissulega. Og ástæðan er einföld: Almennt gildir að þegar margir selja hlutabréf á sama tíma lækkar verðið á þeim og þegar margir kaupa á sama tíma hækkar verðið (þetta vita þeir vel sem stunda hlutabréfamarkaði). En nú gekk aðferðin einmitt út á að selja þegar verðið lækkaði, og ef margir eru að gera það nákvæmlega sama, þá mun verðið mjög líklega lækka enn meira. Þær aðstæður geta líka komið upp, að þó að menn noti tölvur til að selja sjálfkrafa, að þá lækkar verðið það hratt að ekki einu sinni tölvan getur komið í veg fyrir umtalsvert tap - vegna þess að kaupendum skyndilega fækkar mikið og bréfin seljast illa.
Ef einhver er ekki enn sannfærður um að þetta sé tómt rugl, þá ætti hann endilega að reyna að sannfæra mig um af hverju. Hver sá sem er ósannfærður ætti að skilja eftir athugasemd við þessa færslu.
Mín spurning er aðallega þessi: Af hverju tekur fólk þátt í svona dellu? Þegar svona aðstæður eru fyrir hendi er augljóst að það er betra að kaupa ódýr hlutabréf í góðum, stöndugum fyrirtækjum heldur en að eltast við hvað næsti maður er að gera (og reyna á sama tíma að koma í veg fyrir að hans gjörðir geti haft of mikil áhrif á manns eigin með aðstoð tölvuforrita). Það voru fyrirtæki á hlutabréfamörkuðum á þessum tíma sem voru ódýr - en þau voru ekkert voðalega mörg.
Svo má alltaf spyrja sig þessarar spurningar: Er eitthvað vit í kapitalisma og hlutabréfamörkuðum?
14.7.2008 | 22:35
Hvers konar vísindafrétt er þetta?
Vísir birtir í dag þessa vísindafrétt, undir titlinum Góður nætursvefn eflir minnið:
Ný rannsókn leiðir í ljós að góður nætursvefn eflir minni manna daginn eftir. Jafnframt á viðkomandi auðveldara með að læra hluti.
Rannsóknin bendir til að meðan á góðum nætursvefni stendur styrkist sambandið milli taugafruma í heilanum en það er lykillinn að bæði góðu minni og lærdómshæfileikum.
HvÞað var háskólinn í Genf sem stóð að rannsókninni og var hún nýlega kynnt á ráðstefnu taugafræðinga. Tveir hópar fólks fengu mismunandi verkefni á sviði minnis- og lærdómsgetu.
Annar hópurinn fékk svo 8 tíma góðan nætursvefn en svefn hins hópsins var truflaður. Í ljós koma að hópurinn sem svaf vel stóð sig mun betur í verkefnum sínum en sá sem svaf illa eða lítið.
Er þetta lélegur húmor? Það er vel vitað að góður svefn ýtir undir nám, einhvernveginn. Þetta hefur verið vitað mjög lengi. Nú hef ég rekið mig á það að vísindafréttir fjalla stundum bara um afmarkaðan hluta rannsókna, jafnvel segja þær bara frá hluta niðurstaðanna - og gefa þannig ranga mynd af rannsókninni. Skyldi þó ekki vera að svo sé í þessu tilfelli?
En nú er mér vandi á höndum: Hvaða rannsókn voru blaðamenn Vísis að fjalla um? Það gæti orðið ærið verk að finna rannsóknina - og jafnvel þá veit ég ekki hvort það sé sú rétta. Hvernig væri að birta tengil á heimild?
30.1.2008 | 00:04
Vísindafréttaskáldskapur á Vísi
Þessi frétt birtist á Vísi fyrir nokkrum dögum:
Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA velta nú vöngum yfir mynd sem eitt af geimförum þeirra sendi til jarðar frá Mars. Mars-bílarnir Opportunity og Spirit hafa ekið um yfirborð plánetunnar síðan í apríl árið 2004.
Þeir eru að leita að vísbeingum [sic] um að vatn finnist á Mars, en það er forsenda þess að þar geti þrifist líf.
Í áslok sendi annar þeirra til jarðar mynd sem sýnist vera af einhverri lifandi veru á gangi um yfirborð plánetunnar.
Vísindamennirnir liggja nú yfir myndinni til þess að reyna að skera úr um hvort þetta sé skuggi, steinmyndun....eða hvort þarna sé í raun Marsbúi á ferðinni.
Og meðfylgjandi ruglinu var þessi mynd hér:
Rosa sniðug frétt, þetta. Ég tók henni sem gríni. En hversu margir skyldu misskilja greinina og taka því alvarlega að alvarlegir vísindamenn hjá NASA - hvorki meira né minna - væru að rannsaka málið? Svona vísindaskáldskapur er ekki vísindunum til framdráttar og alls ekki til að bæta skilning fólks á þeim.
Vísindamenn verða að fara að segja eitthvað við lélegum vísindafréttum. Verst að sumir þeirra taka þátt í kjaftæðinu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 03:44
Einkennileg frétt
Þessi frétt er með þeim undarlegri. Hvert er samhengið eiginlega? Og hvaða heimildir voru notaðar? Það eru einmitt fréttir eins og þessar sem angra helst þá sem er ekki sama um hvernig niðurstöðum vísindarannsókna er varpað til fólks. Einmitt svona fréttir eru slæmar og fjölmiðlum til lasta.
Fleiri fréttir af vísindum eru daprar, þrjú dæmi: fréttin um matarvenjur og unglinga, fréttin um harðfiskinn og fréttin um greipaldinátið. Ástæðan er einfaldlega sú að fréttirnar um matarvenjurnar og harðfiskinn eru byggðar hvor um sig á einni rannsókn og fullyrt út frá þeim ýmislegt, á meðan í fréttinni um greipaldinátið - sem líka er byggð á einni rannsókn - er sagt:
Er talið að ávöxturinn auki magn estrógens en hormóninn er talinn auka líkur kvenna á að fá krabbamein í brjóst. Hins vegar telja þeir sem stóðu að rannsókninni að taka beri fregnunum með varúð og að fleiri rannsóknir þurfi að gera áður en eitthvað er fullyrt í þessum efnum.
Já, það er nefninlega málið. Það þarf oft margar rannsóknir til að geta fullyrt nokkuð. Styrkur vísinda fellst í endurtekningu á rannsóknum. Endurtekningin er lykilatriðið.
Ég skil ekki alveg af hverju sami fjölmiðilinn gerir svonalagað. Einn og sami fjölmiðill er tilbúinn til að fullyrða út frá einni rannsókn, en ekki út frá annari? Mér sýnist á þessum fréttum að ekkert ætti að fullyrða strax, frekari rannsókna er trúlega þörf og andmæli munu mjög líklega berast á þessar rannsóknir.
Eins og ég hef bent á áður ættu fjölmiðlar að reyna að segja frá vísindaheiminum öðruvísi, til dæmis með því að skrifa nokkuð ítarlegar fréttir, til dæmis um stöðu þekkingar á ákveðnum matvælum, stöðu þekkingar á krabbameini og svo frv. Miklu gagnlegra en einstaka frétt af einhverjum rannsóknum sem mynda hvort sem er bara hluta af stórri heild fjölda rannsókna, en fólk einmitt fær miklu síður fréttir af stöðu þekkingar af því að fjölmiðlar hnitmiða mjög á einstakar rannsóknir.
Sem betur fer er eitthvað um góðar vísindafréttir, eins og t.d. tvær fréttir af íslenskum vísindamönnum hér og hér.
Færri sjálfsvíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 00:14
Enn um tölfræði: Nú línurit
Er ekki furðulegt þegar menn skella í greinar línuritum sem sýna nánast engar upplýsingar og eru auk þess afar villandi? Eitt svoleiðis var í Fréttablaðinu í dag (30. mars 2007) á bls. 7:
Þetta graf er villandi, vegna þess að það sýnir mikla dýfu í áætluðum tekjum ríkissjóðs á næstu tveimur árum. Hve mikil er lækkunin í tekjum árið 2009, miðað við árið 2007? Jú, 4 prósent. Af myndinni að dæma gæti virst sem það séu 10-15 prósent! Sama gildir um hækkun gjalda.
Þetta graf er innihaldslítið. Ég get ekki reiknað út mismun gjalda milli 2006 og 2009 því að það vantar að merkja tölurnar inn á grafið! Og það er enginn kvarði heldur! Til hvers að teikna línurit með engum kvarða? Hvað segja kvarðalaus línurit manni? Voðalega lítið! Þegar línurit án kvarða eru teiknuð á maður ekki að merkja einhversstaðar inn gildi, heldur á maður alltaf að merkja inn gildi svo að hægt sé að bera saman hvaða gildi í grafinu sem er - tilgangur línurita er jú að maður geti borið saman gildi auðveldlega. Í þessu línuriti hefði átt að merkja inn kvarða, að sjálfsögðu, og (sennilega) sleppa því að merkja gildin inn.
Ég tók mig til og teiknaði línurit sem sýnir sömu upplýsingar - næstum því, ég þurfti að skálda gildin sem vantaði. Það er ekki fallegt, en sýnir hvernig væri heppilegra að sýna þessar upplýsingar:
Tekjur | Gjöld | |
2005 | 47.6 | 42.3 |
2006 | 47.6 | 42.2 |
2007 | 47.6 | 42.3 |
2009 | 43.4 | 49 |
Þegar gröf eru teiknuð verður maður að hafa fast í huga hvað grafið á að sýna þeim sem skoðar það. Og maður ætti alls ekki að teikna upp villandi graf - það grefur undan trúverðugleika manns, hvort sem það var viljandi eða óviljandi að maður teiknaði villandi graf.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2007 | 20:23
Skoðanakannanir
Skoðanakannanir eru eitt af mínum uppáhaldsumræðuefnum þegar kemur að gagnrýni. Minn áhugi á skoðanakönnunum snýr fyrst og fremst að þeirri aðferð sem er beitt til að safna gögnum um skoðanir fólks, hvernig er ályktað út frá gögnunum og hvernig ályktanirnar og gögnin eru sýnd almenningi.
Ég hef oft hugsað um hve illa skoðanakannanir eru settar fram í fjölmiðlum og oft hefur mig langað til að segja eitthvað um þær við aðra en sjálfan mig og vini. En núna hefur Hafrún Kristjánsdóttir tekið sig til og skrifað um tvær skoðanakannanir. Ég mæli með pistlum hennar: Um skoðanakönnun Fréttablaðsins,
um skoðanakönnun hjá Blaðinu, aftur um sömu könnun Blaðsins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 23:55
Fjölmiðlar og vísindi: Vísindamenn og fjölmiðlar þurfa að gera betur
Ég hef skrifað þó nokkra pistla hérna um vísindi og fjölmiðla. Í þeim hef ég gagnrýnt þær fréttir sem Morgunblaðið birtir um vísindi nokkuð hart. Gagnrýn mín á ekkert bara við um greinar Morgunblaðsins, hún á við greinar Vísis, Fréttablaðsins og fleiri miðla.
Ég beini spjótum mínum hins vegar fyrst og fremst að Morgunblaðinu vegna þess að mér finnst það vera einn af fáum fjölmiðillinn á íslandi sem nokkuð er varið í. Vegna þess að hann er einn af fáum sem eitthvað varið er í hef ég kosið að beina spjótum mínum að honum svo að hann geti orðið betri. Einhverjum kann að finnast þetta furðulegt, en það er ekkert furðulegt við þetta, vegna þess að gagnrýni mína má taka, skoða og nota til að betrumbæta fréttirnar sem Morgunblaðið flytur. Ég er ekki að reyna að brjóta Morgunblaðið niður til að "sigrast" á einhverjum. Nei, ég vil að blaðamenn Morgunblaðsins geri betur og nýti til þess gagnrýni mína. Ég myndi gjarnan vilja að Morgunblaðsmenn myndu gera það, þá myndi ég hrósa þeim oftar. Ég hef raunar þegar hrósað þeim í einhverjum pistlum.
Oft hefur gagnrýnin beinst að því að mér finnst fjölmiðlamenn ekki taka nægilegt tillit til þess að vísindagreinar sem eru nýbirtar í fagritum hafa ekki jafn mikið gildi og margar greinar sem kanna sama mál út frá ólíkum sjónarhornum eða tiltekinn hluta málsins. Staðreyndin er sú að þegar grein hefur verið gefin út hafa líklega ekki færri en 10-15 manns gagnrýnt hana, þeir hins vegar eru líklega ekki fleiri en 30 manns. Þegar greinin kemur út berst gagnrýni, stundum harkaleg gagnrýni, stundum engin, en stundum eru rannsóknirnar endurteknar vegna þess að eitthvað þykir athugavert við fyrri rannsóknina. Út úr slíkum rannsóknum getur ýmislegt komið, t.d. að alvarlegur galli hafi verið á fyrri rannsókninni, eða þá að eitthvað þarfnast nánari skoðunar.
Þetta er einn mikilvægasti hluti vísindasamfélagsins: Gagnrýni, gagnrýni og aftur gagnrýni. Gagnrýnin er ekki til að sigrast á einhverjum eða að gera lítið úr honum, heldur til þess að finna út hvað er satt. Vísindin eru eilíf barátta fyrir sannleikanum.
Vísindamenn eru hins vegar ekki nógu duglegir við að segja almenningi, fólki eins og mér og íbúum heimsins, frá því hvað hefur komið út úr rannsóknum þeirra. Það er hins vegar nauðsyn að þeir geri það og þar þurfa þeir að standa sig betur. Það getur til dæmis orðið til þess að eyða misskilningi hjá almenningi, en misskilningur um ýmis mál lifir góðu lífi í samfélaginu. Og það er ekki skortur á eftirspurn eftir vísindafréttum, um það ber líklega vitni að fréttir um vísindi eru yfir höfuð birtar, en þær eru ekki nógu góðar og fjalla oft aðeins um nýjustu rannsóknir.
Hvað eiga vísindamenn að gera til að koma efni sínu frekar á farmfæri til fólks? Yfirlitsgreinar í dagblöðum? Sér tímarit sem fást við mál sem fólki eru hugleikin? Eitthvað þarf að gera, það er ljóst. En hvað?
Vísindi og fræði | Breytt 14.3.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 23:13
Furðulegt samhengi og furðuleg uppsetning á frétt
Þessi grein er ein af þessum undarlegu sem birtist reglulega (eða óreglulega) á Mbl.is. Fréttin lítur svona út:
Breskir reykingarmenn taka sér að meðaltali hálftíma pásu á dag til þess að fá sér að reykja, en þetta kemur fram í nýrri könnun. Alls voru 1.000 fullorðnir einstaklingar rannsakaðir og niðurstaðan varð sú að meðalreykingarmaður tekur sér þrjár 10 mínútna pásur á meðan hann er í vinnunni til þess að svala fíkn sinni.
Samkvæmt rannsókn The Benenden Healthcare Society er talið að um 290.000 vinnudagar glatist í Bretlandi ár hvert reykingarmenn á vinnustöðum taka sér reykingarpásu.
Rannsakendurnir segja að reykingarpásur valdi deilum á mörgum vinnustöðum, að því er fram kemur í frétt BBC.
Reykingarmenn á Norður-Bretlandi taka sér flestar pásur, en aðeins 13% þeirra komast í gegnum daginn án þess að fá sér smók.
Til samanburðar má nefna að um tæpur þriðjungur reykingamanna frá miðhéruðum Englands og 20% reykingarmanna í suðrinu geta komist í gegnum vinnudaginn án þess að reykja.
Þá kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að sumir starfsmenn hafi tekið sér allt að sjö reykingarpásur yfir daginn.
Hvað er The Benenden Healthcare Society og hvernig tengist það þessari könnun? Gerðu þeir rannsóknina? Kom eingöngu málsgreinin um að reykingapásur valdi deilum af vef BBC, eða öll greinin? Af hverju er þetta ekki skýrara? Af hverju ekki að vísa bara í heimildina neðst eins og svo margir gera? Þarf endilega að slíta fréttina algjörlega í sundur? Ein setning í línu og svo greinarskil, eins og margir erlendir fjölmiðlar gera - sem er ömurlegt.
Ég ætla að prófa að setja upp grein sem er skýrari og fallegri:
Ný rannsókn The Benenden Healthcare Society leiddi í ljos að Breskir reykingarmenn taka sér að meðaltali hálftíma pásu á dag til þess að fá sér að reykja. Samtökin veita félögum sínum ókeypis læknisaðstoð og aðra aðstoð þegar þeir þurfa.
Rannsóknin náði til 1.000 fullorðninna einstaklinga og niðurstaðan varð sú að meðalreykingarmaður tekur sér þrjár 10 mínútna pásur á meðan hann er í vinnunni til þess að svala fíkn sinni. Samtökin halda því fram að um 290.000 vinnudagar glatist í Bretlandi ár hvert reykingarmenn á vinnustöðum taka sér reykingarpásu. Að auki segja rannsakendurnir að reykingapásur valdi deilum á mörgum vinnustöðum.
Reykingarmenn á Norður-Bretlandi taka sér flestar pásur, en aðeins 13% þeirra komast í gegnum daginn án þess að fá sér smók. Til samanburðar má nefna að um tæpur þriðjungur reykingamanna frá miðhéruðum Englands og 20% reykingarmanna í suðrinu geta komist í gegnum vinnudaginn án þess að reykja. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur einnig fram að sumir starfsmenn hafi tekið sér allt að sjö reykingarpásur yfir daginn.
BBC sagði frá þessu (grein BBC).
Til gamans má geta að mér finnst að því er kemur fram hljóma alveg óheyrilega illa. Að því er kemur fram? Er höfundurinn að varpa af sér ábyrgð með þessu? Að því er kemur fram á vef þeirra þá ... eða hvað? Mun skýrara er að segja: Samkvæmt X þá er....
--
Þó svo að ég taki Morgunblaðið fyrir hérna, þá eiga þeir svo sannarlega ekki skilið að fá eingöngu á sig gagnrýni. Vísir á þessa gagnrýni líka skilið.
Breskir reykingarmenn taka sér hálftíma reykingapásur frá vinnu á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 14:11
Fréttnæmt?
Dr. Angelo Picardi, sem fór fyrir rannsókninni, segir að sýnt hafi verið fram á það áður að óöryggi geti tengst heilsufarsvandamálum og hvernig fólki tekst að takast á við aðstæður sem valda streitu.
Af hverju er þetta þá fréttnæmt? Tæplega því að rannsóknin styrki þessar fyrri niðurstöður, svo lítil rannsókn styrkir ansi lítið - 60 manns er mjög lítið. Hver er fréttin?
Ónæmiskerfi þeirra sem finna til óöryggis talið verra en annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)