Færsluflokkur: Bloggar

Veraldarvefurinn er ekki internetið...

Ég veit ekki hvort að sá sem skrifaði þennan litla pistil hélt að veraldarvefurinn (köllum hann vefinn héðan í frá) væri það sama og internetið, en það er alveg öruggt, að internetið og vefurinn er ekki það sama. 

Internetið vísar, að miklu leyti, í allar þær tengingar sem milljónir tölva mynda sín á milli og mynda þannig internetið (að vísu má tiltaka fleira, en látum þetta duga). Vefurinn er svo apparat sem reiðir sig á internetið til að virka. 

Vegna þessa, skil ég ekki af hverju fréttin segir að vefurinn hafi ekki farið um koll, þegar nær væri að segja að internetið hafi ekki farið um koll? Nema að ákveðnir partar internetsins (MSN Messenger, tölvupóstur, IRC, o.fl.) hafi klikkað - en hverjir voru þeir þá?

Svo er stafsetningarvilla í greininni; skilgreint er með i, ekki y.

 


mbl.is Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur: Ein rannsókn höfuð fyrir fullyrðingu

Þessi grein er varhugaverð. Blaðamennirnir sem hana skrifa gera sömu mistök og ég hef bent á áður 1, 2, að vísa í eina rannsókn. Þeir gera líka önnur mistök, sem ég hef bent á áður 3, að vísa ekki í upprunalegu heimildina heldur afrita eftir öðrum -  í blindni, geri ég ráð fyrir. 

Ein rannsókn getur haft mikla þýðingu í vísindaheiminum, en hún þarf að vinna sér inn ákveðinn sess til að menn taki mark á henni, þess vegna eru rannsóknir endurteknar, skeggræddar og prófaðar frá ýmsum hliðum.

En hvernig væri nú að breyta þessari blaðamennsku um vísindi... sem dæmi, hvernig væri nú að gera skemmtilega, heildstæða, úttekt á því hvað næringarfræðingar og læknar mæla með að fólk éti og éti ekki og hvaða samsetningu þeir mæla með? Það væri mjög gagnlegt fyrir hinn almenna borgara að vita það! Hann væri þá kannski nær því að vita hvernig hann getur tryggt langlífi og komið í veg fyrir ótímabært hjartaáfall. Eða þá að úttekt á því hvernig nota má slökun til að tryggja betra líferni og minnka líkur á hjartaáfalli?

Já, það væru vísindafréttir í lagi. Þessar vísindafréttir íslenskra fjölmiðla 21. aldarinnar eru gegnumsneytt og gegnumgangandi algjört rugl.


mbl.is Tengsl á milli tortryggni og hjartasjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Af hverju fékkst ekki markaðsleyfi? Útaf kostnaði? Af hverju fylgir það ekki fréttinni, af hverju markaðsleyfi fékkst ekki? Þetta er undarleg frétt.

Upplýsingar frá FDA í Bandaríkjunum um lyfið.


mbl.is Nýtt lyf sem bjargar sjón ekki leyft hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfaþing, en leysir þetta vanda skólans?

Leysir þetta úr fjárþörf Háskólans? Það hefði gjarnan mátt koma fram í greininni.

Annars held ég að þetta sé lyftistöng fyrir skólann. Mjög gott mál að þetta skuli vera farið í gegn. Menntamálaráðherra má eiga það, að þetta skyldi hafa komist í gegn.


mbl.is Nýr samningur skapar forsendur fyrir að HÍ komist í fremstu röð í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnlegar uppýsingar, upp að vissu marki..

... en hvernig er þetta á íslandi? Eða þá á norðurlöndunum í heild sinni? Hvað með að gera samanburð? 

Af hverju ekki að leita frekar uppi svoleiðis rannsóknir og birta þær allar í staðinn fyrir að segja hvernig danir hafa það í vinnunni? Venjulegur íslendingur sem ekki leggur stund á vinnustaðarannsóknir hefur lítið sem ekkert við þessa rannsókn að gera.

Mér finnst að Morgunblaðsmenn þurfi verulega að endurskoða hvað þeir ætla sér með þessum vísindagreinum - eiga þessar greinar að vera raunveruleg upplýsingagjöf til einhvers fróðleiks og gagns, eða á að vera létt yfir þessu og frekar eldsneyti til kjaftasnakks?

 


mbl.is Streitan eins og landfarsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband