22.1.2007 | 22:43
BBC, enn og aftur...
Morgunblaðið heldur áfram að afrita vísindafréttir frá öðrum. Ég vona að BBC hafi ekki haft þetta eftir einhverju öðrum, sem hafði þetta eftir enn öðrum?
Og fyrir utan það, þessar fréttir sem eru birtar hérna, eins og þessi sem ég tengi í, eru yfirleitt gagnslausar fyrir hinn almenna borgara. Af hverju? Vegna þess að þessar niðurstöður eiga eftir að hljóta gagnrýni, af því að þetta er ein rannsókn. En líka vegna þess að ég efast um að eitthvað framhald verði þegar menn telja sig loksins hafa fundið út með nokkurri afgerandi vissu að tiltekin heilastöð sinni ákveðnu hlutverki, að blöðin fari þá að segja frá því. Það einmitt er þekking sem er mun verðmætari en þessi sem þessi blaðagrein hér segir frá! Það er mun meira gagn af því að vita að einhver heilastöð gegni ákveðnu hlutverki, og það sé mat vísindasamfélagsins að það sé nokkuð öruggt, frekar en að einhver ein rannsókn sýni það.
Ég er með hugmynd: Hvernig væri að blaðamenn myndu fara á stúfana og leita uppi hvaða skoðun geðlæknar, sálfræðingar og taugavísindamenn hafa á því hvers vegna menn misnota börn kynferðislega. Það er eitthvað sem fólk hefur meiri áhuga á, og gagnast því mun meira en þessi frétt, því get ég (nánast) lofað.
Ég hef meira að segja um þetta allt, og meira til, hér.
Umhyggjustöðin í heilanum fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.