Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hugmyndir fólks um sálfræði

In the research described througout this book, we have employed exactly such a multi-method approach [that is: experiments, surveys]. This is an important point to emphasise, because one of the book's unique contributions to critical analysis of consumer culture is to document its impact on us through rigorous emprical research outcomes. In particular, I would like to highlight some of the benefits of experimentation in this respect, beause they may be less familiar to readers and researchers outside psychology. (Helga Dittmar 2007; Consumer Culture, Identity and Well-Being: The Search for the 'Good Life' and the 'Body perfect'.)

 Einmitt. Og ekki vanþörf á. Sálfræði er svo sannarlega misskilið fag.


Blaðamenn: Bulla alltaf meira um vísindi

Morgunblaðið fylgir enn og aftur fordæmi annara fjölmiðla og birtir innihaldslausa og frekar heimskulega grein um rannsókn einhverra vísindamanna sem hefur verið lögð töluverð vinna í. Enn og aftur fylgir blaðið þeirri - að því er virðist - hefð (?) blaðamanna að misskilja rannsóknir vísindamanna út í hið óendanlega. Hefur það að misskilja vísindi hryllilega ekki annars fylgt blaðamennsku æði lengi?

Ætti ég ekki að fletta upp upprunalegu greininni og skoða hvort ég hafi rétt fyrir mér? Nei, ég nenni ekki enn einu sinni að leita uppi greinar úr vísindatímaritum til að komast að því að Moggamenn og aðrir blaðamenn náðu ekki megininntaki rannsóknarinnar. Ég hef þónokkrum sinnum staðið í því að leita uppi greinar, borið saman við fréttir Moggans og skrifað um niðurstöðurnar hér á þessum vettvangi. Ég ætla ekki að standa í því hér og nú.

Ekki halda að það sé bara við blaðamenn Moggans að sakast í þessum efnum. Vandamálið virðist vera fremur útbreitt -- ég hef jú líka skoðað erlenda fjölmiðla, en þaðan einmitt eru flestar greinar á íslenskum fjölmiðlum um vísindi þýddar. Ég hallast að því að mjög margir blaðamenn líti á greinar hvors annars til staðfestingar því að þeirra greinar séu jú allt í lagi... séu ekki alveg út úr kortinu. Skiljanlega, þetta gerum við öll.  

En vonandi er það samt ekki svo að ég misskilji eitthvað blaðamennsku. Það væri slæmt. Er ekki annars tilgangurinn með fréttum ennþá að segja sannleikann, svona eins langt og mögulegt er? Ekki sýnist mér svo þegar kemur að vísindum, þá er frekar hent gaman að þessum vísindamönnum og þeirra rannsóknum, sem oft eru settar fram eins og þær séu afar heimskulegar. Blaðamenn þurfa alvarlega að hugsa sinn gang þegar kemur að vísindafréttum. Það væri þeim til afar mikils sóma að lesa sér til um vísindi, þó ekki nema bara grundvallaratriði.


mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símaauglýsingin

Pétur Tyrfingsson skrifar góðan pistil hér um símaauglýsinguna. Skemmtileg kenning sett þarna fram.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband