Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
24.12.2007 | 02:29
Kirkjan, prestar og afturhald
Baldur Þórhallsson, prófessor, skrifaði pistil í Morgunblaðið þann 22. desember s.l. (bls 36) þar sem hann vitnar til ummæla prests, sem var á móti því að konur gætu orðið prestar þjóðkirkjunnar. Ég hef heyrt af einhverri andstöðu sem var þegar Auður var vígð þann 29. september 1974, en ekki þekki ég hversu víðtæk hún var. Ummæli prestsins þóttu mér athygliverð: Þess vegna lít ég á vígslu kvenpresta sem andlega kynvillu, afbrigðilega, en ekki eðlilega.
Þessi ummæli voru hluti af áliti eins prests, en nokkrir einstaklingar gáfu álit sitt á vígslu kvenpresta í blaðinu daginn sem Auður var vígð. Nokkrir prestar gáfu álit sitt, en einnig aðrir. Margir voru á því máli að það væri í góðu lagi að konur væru prestar, sumir gáfu ekki upp álit, en einhverjir voru á móti því. Ég vona að Morgunblaðið fyrirgefi mér, en ég ætla að hér að birta brot af síðu blaðsins, frá þessum degi.
Þetta brot er af bls. 11 - fleiri álit eru á þeirri síðu, sem og á bls. 10. Fyrir þá sem vilja skoða hvað fleiri höfðu að segja bendi ég á timarit.is, en hér eru tenglar á síðurnar fyrir þá sem eru með DjVu-plugin'ið: bls 10, bls 11. Og, fyrir þá sem eru ekki með það: bls. 10, bls 11.
Erum við ekki annars öll orðin sammála um að það hafi verið bölvað afturhald að vilja meina konum að verða prestar? Ég vona það. Eða eiga trúleysingjar kannski ekki að tjá sig um slíkt? Jæja, hvað um það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2007 | 22:16
J. Edgar Hoover, New York Times og listinn
Þetta er ekki alveg rétt, vegna þess að það sem Hoover vildi var að þetta fólk yrði handtekið undir vissum kringumstæðum. Í grein Times eru þessar kringumstæður ekki nefndar. Í bréfi Hoovers (sem má nálgast hér) segir:
For some months representatives of the FBI and of the Department of Justice have been formulating a plan of action for an emergency situation wherein it would be necessary to apprehend and detain persons who are potentially dangerous to the internal security of the country. I thought you would be interested in a brief outline of the plan.
[..]
The plan envisions four types of emergency situations: (1) attack upon the United States; (2) threatened invasion; (3) attack upon United States troops in legally occupied territory; and (4) rebellion.
The plan contains a prepared document which should be referred to the President immediately upon the existence of one of the emergency situations for the President's signature. Briefly, this proclamation recites the existence of the emergency situation and that in order to immediately protect the country against treason, espionage and sabotage the Attorney General is instructed to apprehend all individuals potentially dangerous to the internal security.
[..]
Þarna finnst mér vera nokkur munur á: New York Times (og fleiri) gefa í skyn að Hoover hafi árið 1950 viljað láta handtaka þetta fólk (sem fyrst), en eins og kemur fram í bréfinu var málið það að hann vildi að þetta fólk yrði handtekið undir vissum kringumstæðum.
Að vísu, til varnar Times, segir í greininni:
The Constitution says habeas corpus [þ.e., það skilyrði að fólki sé haldið í haldi stjórnvalda á grundvelli sönnunargagna] shall not be suspended unless when in cases of rebellion or invasion, the public safety may require it. The plan proposed by Hoover, the head of the F.B.I. from 1924 to 1972, stretched that clause to include threatened invasion or attack upon United States troops in legally occupied territory.
En gallinn er sá að skilyrði sem Hoover setur eru stærri en svo að það nægi birta þau fyrir miðri grein, í textaklausu sem fólk er líklegt til að setja ekki í samhengi við greinina í heild sinni. Auk þess er þetta hluti af skilyrðum Hoovers, en það vantar þarna rebellion.
Til að koma í veg fyrir misskilning er líklega best að ég taki svolítið fram: Mér finnst mjög einkennilegt að ætla sér að handtaka fólk og svipta því réttindum sínum, réttindum sem okkar samfélag á víst að byggjast á. Það er mjög erfitt að réttlæta slíkt og ég sé engin góð rök fyrir því.
Endilega lesið bréfið og grein New York Times, en ég mæli með að bréfið sé lesið fyrst.
Vildi fjöldahandtökur árið 1950 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 01:45
Endurbygging
Lesendur mega gjarnan spreyta sig á þessu: Hér sést endurbygging á mjög þekktu, gömlu húsi. Hvaða hús er þetta?
8.12.2007 | 18:51
Hinn algóði guð - er ekki til?
Án þess að fara út í djúpar guðfræðilegar vangaveltur þá finnst mér liggja beint við að ef [algóður] Guð sé til þá ætti hann að jafna lífskjör fólks, eins og samfélög Vestur-Evrópu leitast við að gera. Þetta er a.m.k. það sem mér þætti að hann ætti að gera.
Þetta eru orð Steindórs J. Erlingssonar, í pistli sem hann nefnir Þungir þankar um Guð, þunglyndi og hugmyndafræði. Mér finnst pistillinn vera góður, en það eru trúlega að verða þrjú ár síðan ég las hann fyrst. Þessi pistill má segja hafi rekið endanlega síðasta naglann í trúarlífslíkkistu mína - allavegana varðandi trú á algóðan, alvitran guð.
Pistilinn má lesa hér.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.12.2007 | 19:51
Hvernig skal vista myndbönd af YouTube
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)