Hinn algóði guð - er ekki til?

 Án þess að fara út í djúpar guðfræðilegar vangaveltur þá finnst mér liggja beint við að ef [algóður] Guð sé til þá ætti hann að jafna lífskjör fólks, eins og samfélög Vestur-Evrópu leitast við að gera. Þetta er a.m.k. það sem mér þætti að hann ætti að gera.

 Þetta eru orð Steindórs J. Erlingssonar, í pistli sem hann nefnir Þungir þankar um Guð, þunglyndi og hugmyndafræði. Mér finnst pistillinn vera góður, en það eru trúlega að verða þrjú ár síðan ég las hann fyrst. Þessi pistill má segja hafi rekið endanlega síðasta naglann í trúarlífslíkkistu mína -  allavegana varðandi trú á algóðan, alvitran guð. 

Pistilinn má lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm??

GUð gaf nú reyndar mannskepnunni frjálsan vilja.

Hverjir eru það sem að víkja frá heilögum leiðbeiningum og stela, ljúga og svíkja svo að ójöfnuður ríkir á jarðkúlunni?

Hvað gæti allur sá peningur sem að eytt er í vopnabúnað á heimsvísu, brauðfætt marga yfir árið?

Þeim sem Guð gaf kylfu flautu og stjörnu gaf hann líka heila, það er frjálst val á því hvort hann er notaður eða ekki.

Kv: G.Þ.

G.Þ. (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Einar Indriðason

Hér er pæling.  Mig minnir að eftirfarandi eigi við Votta Jehóva, en... leiðréttið mig ef svo er ekki.

En samkvæmt þeirra pælingu, þá er bara pláss fyrir 144.000 einstaklinga í paradís.  Þeir trúa líka að þessi listi yfir einstaklinga sem fari til paradísar sé til þarna uppi, en enginn viti innihaldið, fyrr en á efsta degi.  Því þurfi hver einasti einstaklingur að vinna að því allt sitt líf, að lifa vel og skynsamlega, til að klifra upp listann.  En bíddu nú við.  Ef listinn er til nú þegar.  Og það er þegar vitað hverjir eru á listanum (jafnvel þó við jarðarverur vitum það ekki).  Skiptir það þá máli að lifa vel og skynsamlega?  Meina.. annað hvort er búið að koma okkur á listann fyrirfram, eða ekki.  Og ekkert sem við gerum mun breyta því.

(Þetta er nánast spurningin um:  "skiptir þetta þá máli?")

Einar Indriðason, 8.12.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Linda

hefur þú spurt sjálfan þig "hvað hef ég(þú)gert fyrir Guð í dag, hvað boðorð hélt ég, tilbað ég aðra Guði en Jahave, t.d. peninga, dót í verslunar glugga, var ég argur út í nágrana minn, girntist ég það sem ég ég hef ekki efni á, gaf ég af mér í stað þess að heimta meira, fór ég niður í bæ til þess að taka einhvern heimilislausn heim og hluta að í kuldanum" spurðu svo aftur hvar er þessi algóði Guð og íhugaðu svo þinn algóða frjálsa vilja.  Við erum svo hryllilega mislukkuð að hálfu væri nóg.  Ættum að skammast okkur fyrir að kenna Guði um það sem miður fer, í stað þess að lýta í eigin barm og segja, ég ber ábyrgð, ég kaupi dót frá fyrirtækjum sem nota barnaþrælkun, ég styð fyrirtæki sem opna í Kína, ég, ég, ég, ég, ég saman sem við- hættum að kenna Guði um okkar vilja og okkar gjörðir og hættum þessu væli.

Linda, 9.12.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Linda

*hluta* á að vera Hlúa .afsk.

Linda, 9.12.2007 kl. 00:06

5 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Linda: Ég kenni guði ekki um neitt, enda trúi ég ekki á tilvist nokkurs guðs, hvort sem guðinn - eða guðirnir - er algóður eða ekki.  Þess vegna hef ég ekki spurt mig hvort ég geti eitthvað gert fyrir guð. Ég sé engan tilgang í því.

[...] hættum að kenna Guði um okkar vilja og okkar gjörðir og hættum þessu væli.

Ég  er sammála þér í þessu, þetta er vissulega okkur, mannskepnunni, að kenna. Til hvers þá að blanda meintum guði í spilið?

Guðmundur D. Haraldsson, 9.12.2007 kl. 01:26

6 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

G.Þ.: 

Hverjir eru það sem að víkja frá heilögum leiðbeiningum og stela, ljúga og svíkja svo að ójöfnuður ríkir á jarðkúlunni?

Manneskjur sem hafa þrár, vilja, völd. Trúað fólk og trúlaust. Ég skil samt ekki hvað þú ert að fara með þessu...

Guðmundur D. Haraldsson, 9.12.2007 kl. 01:28

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guð getur auðvitað ekki verið 1) algóður, 2) alvitur, 3) almáttugur á sama tíma. Sömu leiðis getur hann ekki verið neitt eitt af þessu ef vantar upp á hin tvö. Segir sig sjálft. Einn virtasti hugsuður á sviði trúarbragðafræða í dag, Karen Armstrong, hefur bent á að gyðingar hafi verið búnir að átta sig á þessu vel áður en Jesú átti að hafa fæðst og skrif gyðingsins Fíló frá Alexandríu er að hluta svar við þessum vanda.

Guðshugmynd Biblíunnar stenst ekki rökhugsun, það hafa menn vitað lengi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.12.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Mofi

Afhverju stenst ekki hugmyndin um algóðann Guð?  Afþví að menn hafa frjálsan vilja og Guð stöðvar þá ekki? Einn dag þá mun útrýma allri illsku en þá verður sá dómur að vera réttlátur og hann getur ekki verið það nema illskan hafi sýnt sitt rétta eðli.

Mofi, 10.12.2007 kl. 13:12

9 identicon

"[E]f [algóður] Guð sé til þá ætti hann að jafna lífskjör fólks, eins og samfélög Vestur-Evrópu leitast við að gera."

Missti ég af einhverjum fundi? Gleymdist að senda mér minnispunktanna? Hvenær fóru samfélög Vestur-Evrópu að reyna að jafna lífskjör fólks?

Annars er ég sammála þessu: Hugmyndir um Algóðan Guð stangast alfarið á við hugmyndir um frjálsan vilja. Almennar er hægt að tala um að allar hugmyndir um æðra vald - hversu mikið æðra sem það er - stangist á við frjálsan vilja, þó svo að það sé mismikið verið að kafa inn á svæði persónufrelsis eftir eðlinu.

Góður punktur hjá Einari Indriða, sem oftar, varðandi Vottanna - þó ber að hafa í huga hvaðan þessar hugmyndir komu. Calvinismi leggur grunn að þessu með fimm grundvallarreglum sínum: Óskilyrt val (Það að Guð hafi valið fyrirfram hverjir fá eilíft líf í Himnaríki), takmörkuð aflausn (Það að Jesú hafi ekki tekið á sig allar syndir, heldur bara þær sem höfðu safnast upp áður en hann var nelgdur við tréið), óumflýjanleg göfgi (Það að menn hafi ekkert val um það hvort Guð bjargi þeim eða ekki), fullkomið vonleysi (Það að allir menn muni óumfýjanlega syndga), og loks forgangur dýrlinga (það að dýrlingar hafi forgang fram yfir alla aðra).

Það verður seint sagt að þessar grundvallarreglur bjóði upp á þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er til að frjáls vilji sé fyrir hendi, en hinsvegar bjóða þessar reglur upp á - í samvinnu við töluna 144.000 sem Einar benti á - mjög skýra aðferð til þess að sannreyna að önnur þessarra tveggja fullyrðinga standist:

  1. Forsendurnar að baki þeim afbrigðum kristni sem notast við ofantaldar reglur séu rangar (og þar af leiðandi trúarbrögðin byggð á afsannanlegum grundvelli) - eða -
  2. Guð er skeikull, í andstöðu við allt sem sagt hefur verið um hann í Kristnum boðskap.

Prufukeyrslan er svona:

Þar sem syndir eru fyrirgefnar og dýrlingar fá forgang um óskilyrt val, þá má brjóta reglurnar með því að taka 144.001 einstakling í dýrlingatölu - þar með að brjóta takmarkannirnar.

Nú er ég ekki prestlærður, en þetta hljómar fyrir mér eins og ágætis aðferð til að athuga þetta. Ef að Guð kemur ekki í veg fyrir þetta með afgerandi, þá er einhver af forsendunum röng, og því önnur fullyrðinganna að ofan rétt. Hvað finnst ykkur? Er ekki rétt að skora á Páfa að taka 144.001 einstakling í dýrlingatölu?

Smári McCarthy (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband