Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
4.1.2007 | 17:58
Gagnlegar uppýsingar, upp að vissu marki..
... en hvernig er þetta á íslandi? Eða þá á norðurlöndunum í heild sinni? Hvað með að gera samanburð?
Af hverju ekki að leita frekar uppi svoleiðis rannsóknir og birta þær allar í staðinn fyrir að segja hvernig danir hafa það í vinnunni? Venjulegur íslendingur sem ekki leggur stund á vinnustaðarannsóknir hefur lítið sem ekkert við þessa rannsókn að gera.
Mér finnst að Morgunblaðsmenn þurfi verulega að endurskoða hvað þeir ætla sér með þessum vísindagreinum - eiga þessar greinar að vera raunveruleg upplýsingagjöf til einhvers fróðleiks og gagns, eða á að vera létt yfir þessu og frekar eldsneyti til kjaftasnakks?
Streitan eins og landfarsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 5.1.2007 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 15:50
Og svo hvað?
Ef ég vil lesa meira, hvar get ég komist í upprunalegu greinina? Hvaðan skyldi þessi grein hafa verið fengin? Hversu margir voru milliliðirnir á leiðinni til mín? Hvernig væri nú að geta heimilda?
Ég spyr líka: Var eitthvað meira rannsakað? Snerist rannsóknin um eitthvað allt annað eins og ég komst að með aðra grein sem var birt hér á Morgunblaðsvefnum? Mörgum gæti virst sem svo að það það að morgungremja hafi áhrif á árangur í vinnu séu sjálfsögð sannindi. Ég er ekki undanskilinn því. En, ég er ímynda mér að það séu til rannsóknir sem sýna þvert á þessa rannsókn, að morgungremja hafi lítil áhrif á árangur í starfi. En myndu slíkar rannsóknir verða birtar hér?
Einmitt af því að þetta virðast vera sjálfsögð sannindi, þá lítur þessi rannsóknarvinna illa út. Vísindamenn að eyða peningum í eitthvað sem er sjálfsannað! Þess vegna er afar áreiðandi að það sé sagt frá því sem rannsóknin snerist um, en ekki sagt frá einhverju allt öðru.
Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 5.1.2007 kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 22:03
Streita eykur ekki líkur á krabbameini - er það?
Ég hef smávegis um þessa frétt að segja.
Í fyrsta lagi: Hvers vísari á lesandinn að vera eftir lesturinn? Á lesandinn að vera þess vísari, að streita hafi ekki áhrif líkindin á því hvort maður fái krabbamein? Eða á hann bara að læra af tilvist enn einar rannsóknar? Mér virðist sem að Morgunblaðið sé að reyna að segja frá í hlutlausum tón, en það hefur svolítið óvænt í för með sér: Vegna þess að greinin færir manni staðreyndir (reyndar í bland við álit tiltekinna vísindamanna, án þess að það sé tekið fram að um álit en ekki staðreyndir sé að ræða*), þá má túlka fréttina sem svo að þessi rannsókn sanni að streita hafi ekki áhrif á líkindi þess að maður fái krabbamein (ef maður er ekki meðvitaður um að ein rannsókn sannar oftast ekkert). Það er einmitt málið, niðurstaðan er líklega** álit titekinna vísindamanna og hún á eftir að hljóta gagnrýni. Einföld gagnrýni á þessa rannsókn, er að benda á að rannsóknin sé hugsanlega gölluð - hugsanlega voru ekki nægjanlega streitufullir einstaklingar valdir, kannski hefur streita áhrif á mismunandi krabbameinstegundir, og ekki var tekið tillit til þess, og svo framvegis. Það skal haft í huga, að margar rannsóknir þarf til til að litið sé svo á að eitthvað sé sannað. Ef segja átti bara frá enn einni rannsókninni, þá þarf að segja frá öðrum rannsóknum sem hafa birst nýlega, hverjar niðurstöður þeirra voru, ásamt því að segja frá þeim hugmyndum sem eru í gangi um þetta efni meðal vísindamanna, og það ekki álit einhvers eins, eða álit einhvers tiltekins hóps, því að það segir lítið um hvað er að gerast í vísindaheiminum.
Ég held að ég sé búinn að koma því á tært, að hvað fréttin á að segja er óljóst. Það er einmitt vandamál sem hrjáir íslenska fjölmiðla nokkuð mikið; markmið vísindafrétta er óljóst.
Í öðru lagi: Titill fréttarinnar er óviðeigandi. Titillinn, Streita eykur ekki líkurnar á krabbameini, einmitt gefur til kynna þá hugmynd að þessi rannsókn hafi sannað að streita auki ekki líkurnar á krabbameini. En það er auðvitað fráleit hugmynd, eins og allir vita sem hafa aðeins skoðað það hvernig hefur gengið að afla gagna um ýmsa sjúkdóma og kvilla - mistök eru algeng, þrátt fyrir vönduð og góð vinnubrögð. Þessi titill hefði því átt að vera allt öðruvísi, en hvernig hann hefði átt að vera, veltur á því hvað fréttin átti að segja lesendum. Ef fréttin hefði átt að flytja nýjustu fréttir úr vísindaheiminum um þetta viðfangsefni, tengsl streitu og krabbameins, þá hefði titillinn kannski verið Rannsóknir benda lítils sambands streitu og krabbameins, og svo hefði greinin farið út í það að útskýra hvernig staðan er í vísindaheiminum í dag. Ef markmiðið hefði átt að segja einungis frá þessari rannsókn, þá hefði titillinn átt að vera allt annar, til dæmis: Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar sýna ekki fram á tengsl krabbameins og streitu, eða eitthvað álíka. Kannski full langur titill, en hvað um það.
Í þriðja lagi: Það sem virðist vera, er ekki endilega. Manni kann að virðast sem svo að það hafi verið alveg fjári sólríkt undanfarið, sólin er alltaf á lofti. Og það í október. Við nánari rannsókn kemur svo í ljós að sólin hefur verið mikið minna á lofti núna í október en í síðasta mánuði. Hvernig stendur á þessu? Jú, útiveran hefur aukist til muna hjá manni undanfarinn mánuð! - Eitthvað líkt þessu ættu flestir að kannast við. Ég hygg, að margir myndu hugsa við að lesa um þetta dæmi mitt: Vísindamenn, þeir myndu ekki gera svona mistök. En það eru einmitt mistök að hugsa svo! Vísindamenn geta einmitt gert mistök - jafnvel þó að þeir séu að nota viðurkenndar aðferðir og vandi sig mjög. Mistökin geta verið (svotil) fullkomalega hliðstæð við þetta dæmi mitt, eða þá mistök með mun flóknara samhengi. Um þetta eru til fjölmörg dæmi. Það má því alls ekki taka niðurstöðum þessarar greinar sem svo að þær séu óskeikular, og það einmitt ætti að koma fram í greininni!
Í fjórða lagi: Greinin er misvísandi: Streita eykur ekki líkurnar á því að fólk fái krabbamein, jafnvel ekki hjá þeim sem lifa við langvarandi streitu né þeim sem gang[a] í gegn um mikið álag vegna skilnaðar, atvinnumissis eða annarra áfalla, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á vegum dönsku krabbameinssamtakanna Kræftens Bekæmpelse. En í lok greinarinnar segir: Samanburður á streituvaldandi þáttum í lífi þeirra annars vegar og annarra í hópnum hins vegar bendir hins vegar ekki til þess að streita auki líkurnar á að fólk fái krabbamein. Þetta er mjög misvísandi: Hvort er þetta svona, eða virðist þetta bara vera svona? Það sem virðist vera, er ekki endilega! Það þarf að vera ljóst af greininni hvort þetta virðist vera svona, eða hvort þetta er svona.
Í fimmta lagi: Það er óforsvaranlegt að þýða beint grein frá einhverjum fjölmiðli og segja svo að þetta hafi birst á vef fjölmiðilsins, hreinlega vegna þess að frumheimildir ættu að vera efniviðurinn. Hvernig veit maður hvort að fjölmiðillinn sem birti greinina áður vann greinina vel? Voru kannski gerð grundvallarmistök við gerð greinarinnar? Kannski stór? Önnur minni? En þess utan, þá má alveg segja nákvæmlega, með nákvæmni upp á tölublað, hvar upprunlega greinin birtist. Sum tímarit koma út oft í mánuði og því er það ekki nóg að segja bara mánuðinn.
Í sjötta lagi: Það er prentvilla í greininni... í fyrstu setningunni.
Að lokum: Fyrir þá sem hafa áhuga á viðfangefninu, tengslum streitu og krabbameins, þá vil ég benda á þessa grein hér.
--
* Það vill gleymast að mjög margt í vísindaheiminum þarf að túlka. Gögn rannsóknar segja manni ekkert nema að þær séu túlkaðar. Túlkun á einni rannsókn getur breyst eftir því sem fleiri rannsóknir koma til sögunnar.
** Þetta er álit þeirra, að því gefnu að við getum treyst Morgunblaðinu og Jyllands-Postsen nægilega vel. Ég treysti Jyllands-Postsen ekki vel, og því set ég líklega þarna.
Streita eykur ekki líkurnar á krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)