4.3.2008 | 15:06
Rök gegn reykingabanni - rökleysa?
Á vefnum Málsvara birtist grein sem fjallar um reykingabannið. Þar segir að helstu rök ríkisins fyrir reykingabanni sé að vernda starfsfólk:
Rökin sem helst voru notuð með banninu voru þau að vernda bæri starfsfólk á veitinga- og skemmtistöðum fyrir óbeinum reykingum. Veit nú ekki alveg með þau rök, því ef þú ræður þig í vinnu þá verðurðu að ráða við starfsumhverfið hverju sinni og ef þér mislíkar, þá geturðu alltaf sagt upp. Það er enginn að neyða neinn til að vinna á veitinga- eða skemmtistöðum.
Það skemmtilega við þessi rök er að það má yfirfæra þau yfir á verksmiðjustarfsemi. Ef manni mislíkar að eitruð efni séu notuð í verksmiðjunni sem maður vinnur í, án þess að hlífðarbúnaður sé í boði, getur maður alltaf hætt og fengið sér aðra vinnu. Vinnu þar sem eiturefnin eru ekki notuð eða hlífðarbúnaður er til staðar. En er það raunhæft þegar vinnuvernd er lítil sem engin? Nei, auðvitað ekki. Líklega kemur eitthvað annað í staðinn fyrir eiturefnin.
Ég vil aðeins með þessu benda á hve fjarstæðukennd þessi röksemd er, þegar við höfum reynslu af öðrum greinum þar sem fólk hafði ekkert val, fyrir tíma nútíma vinnuverndar. Fólk varð að vinna við lélegar aðstæður, það var ekkert annað í boði. Þar til væntanlega að menn fóru að setja lög og reglur.
En kannski má leysa þetta vandamál með öðrum hætti? Vonandi. En hvatning verður að vera til staðar, hver sem hún er - og það er greinilegt að hún var lítil þar til löggjafinn ákvað að setja lög. Þeir sem ekki reyktu létu það nefninlega oft yfir sig ganga að sitja í reyknum...
Athugasemdir
Einhver sagði: Já, óbeinar reykingar drepa ekki. Spurðu til dæmis Ingimar Eydal, nei, heyrðu, hann fór víst úr lungnakrabba. Og hafði aldrei reykt.
Fleiri en barþjónar, nefnilega, sem vinna á skemmtistöðum...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:40
Ekki bara það, heldur... þeir sem ekki reykja ráða því ekki hvert reykurinn fer. Og hver hefur réttinn þá? Jú, það eru frekjurnar sem reykja. Það er mjög algengt að heyra frá þeim: "Þú getur bara farið eitthvað annað". Hvort vegur þyngra? Rétturinn til að sjúga ofan í sig tjörublönduna, og blása frá sér aftur. Eða, réttur þeirra sem vilja hreint loft?
Sem betur fer, þá er réttur þeirra sem vilja hreint loft að batna.
Einar Indriðason, 5.3.2008 kl. 09:04
Fólk getur fengið lungnakrabbamein óháð reykingum. Stundum byrjar meinsemdin annars staðar en breiðir út meinvörpin sem oft berast til lungnanna.
Hvernig væri að banna drykkju?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 15:01
Margrét: Ég skil ekki alveg hvað þú meinar?
Guðmundur D. Haraldsson, 9.3.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.