Fjölmiðlar og vísindi: Vísindamenn og fjölmiðlar þurfa að gera betur

Ég hef skrifað þó nokkra pistla hérna um vísindi og fjölmiðla. Í þeim hef ég gagnrýnt þær fréttir sem Morgunblaðið birtir um vísindi nokkuð hart. Gagnrýn mín á ekkert bara við um greinar Morgunblaðsins, hún á við greinar Vísis, Fréttablaðsins og fleiri miðla.

Ég beini spjótum mínum hins vegar fyrst og fremst að Morgunblaðinu vegna þess að mér finnst það vera einn af fáum fjölmiðillinn á íslandi sem nokkuð er varið í. Vegna þess að hann er einn af fáum sem eitthvað varið er í hef ég kosið að beina spjótum mínum að honum svo að hann geti orðið betri. Einhverjum kann að finnast þetta furðulegt, en það er ekkert furðulegt við þetta, vegna þess að gagnrýni mína má taka, skoða og nota til að betrumbæta fréttirnar sem Morgunblaðið flytur. Ég er ekki að reyna að brjóta Morgunblaðið niður til að "sigrast" á einhverjum. Nei, ég vil að blaðamenn Morgunblaðsins geri betur og nýti til þess gagnrýni mína. Ég myndi gjarnan vilja að Morgunblaðsmenn myndu gera það, þá myndi ég hrósa þeim oftar. Ég hef raunar þegar hrósað þeim í einhverjum pistlum.

Oft hefur gagnrýnin beinst að því að mér finnst fjölmiðlamenn ekki taka nægilegt tillit til þess að vísindagreinar sem eru nýbirtar í fagritum hafa ekki jafn mikið gildi og margar greinar sem kanna sama mál út frá ólíkum sjónarhornum eða tiltekinn hluta málsins. Staðreyndin er sú að þegar grein hefur verið gefin út hafa líklega ekki færri en 10-15 manns gagnrýnt hana, þeir hins vegar eru líklega ekki fleiri en 30 manns. Þegar greinin kemur út berst gagnrýni, stundum harkaleg gagnrýni, stundum engin, en stundum eru rannsóknirnar endurteknar vegna þess að eitthvað þykir athugavert við fyrri rannsóknina. Út úr slíkum rannsóknum getur ýmislegt komið, t.d. að alvarlegur galli hafi verið á fyrri rannsókninni, eða þá að eitthvað þarfnast nánari skoðunar.

Þetta er einn mikilvægasti hluti vísindasamfélagsins: Gagnrýni, gagnrýni og aftur gagnrýni. Gagnrýnin er ekki til að sigrast á einhverjum eða að gera lítið úr honum, heldur til þess að finna út hvað er satt. Vísindin eru eilíf barátta fyrir sannleikanum. 

Vísindamenn eru hins vegar ekki nógu duglegir við að segja almenningi, fólki eins og mér og íbúum heimsins,  frá því hvað hefur komið út úr rannsóknum þeirra. Það er hins vegar nauðsyn að þeir geri það og þar þurfa þeir að standa sig betur. Það getur til dæmis orðið til þess að eyða misskilningi hjá almenningi, en misskilningur um ýmis mál lifir góðu lífi í samfélaginu. Og það er ekki skortur á eftirspurn eftir vísindafréttum, um það ber líklega vitni að fréttir um vísindi eru yfir höfuð birtar, en þær eru ekki nógu góðar og fjalla oft aðeins um nýjustu rannsóknir.

Hvað eiga vísindamenn að gera til að koma efni sínu frekar á farmfæri til fólks? Yfirlitsgreinar í dagblöðum? Sér tímarit sem fást við mál sem fólki eru hugleikin? Eitthvað þarf að gera, það er ljóst. En hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fræðingur

Vísindamenn þurfa að koma sér meira í fjölmiðla og fjölmiðlar þurfa að leita meira í vísindamenn. Er þetta ekki alveg klassískt dæmi um chicken-and-the-egg vandann?

Þó ég hef grun um að það verði allaveganna sett ein síða á laggirnar í sumar (hugmyndin er ennþá í þróun).

Fræðingur, 27.3.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband