7.3.2007 | 17:31
Ónákvæmni?
Hefur blaðið eftir prófessornum Luis Vitetta hjá háskólanum í Queensland að niðurstöðurnar séu áhyggjuefni þar sem afar umfangsmikill iðnaður standi að framleiðslu efna sem fólki sé talið trú um að séu heilsusamleg, en reyndin sé að þau séu beinlínis hættuleg .
Hættuleg í of stórum skömmtum ætti þetta að vera, býst ég við. Annað gengur ekki upp.
Málið er að maður verður að hugsa sjálfur um hvað maður lætur ofan í sig, en ekki éta hvað sem er í hugsunarleysi. Sama gildir um vítamín og önnur slík efni - fólk ætti að gæta sín sérstaklega þar og leita sér að upplýsingum um hvað sé æskilegt að éta mikið.
Fjörefnin banvæn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það myndi kannski líka hjálpa ef fólk tryði ekki á heilsuáhrifin í blindni.
Fræðingur, 8.3.2007 kl. 01:37
Satt.
Guðmundur D. Haraldsson, 8.3.2007 kl. 08:54
Nei þetta gildir ekki um óhóflega neyslu, það hefur aldrei verið vísinadalega sannað að þessi vítamín séu holl fyrir þig, það var bara talið að þau væru það.
Fact is, að þau eru það ekki. Get over it.
Drasl Skráning (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:50
Vísindamenn geta því miður sannað lítið. Sorry. Þeir einmitt safna gögnum sem gera þeim kleift að segja að eitthvað sé afar sennilegt til að vera satt.
Guðmundur D. Haraldsson, 9.3.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.