12.2.2007 | 00:37
Mistúlkun tölfræðinnar
Mogginn segir, að í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á laugardaginn, mældist fylgi Samfylkingar 27,9%, Sjálfstæðisflokksins 36,8%, Framsóknarflokksins 3,9%, Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs 23,7% og Frjálslynda flokksins 7,3%.
Í lokin, getur Mogginn þess að:
Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 10. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?. 54,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
54,8% tóku afstöðu, sem merkir þá að 45,2% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Nú spyr ég: Skiptir það engu máli fyrir niðurstöðurnar? JÚ, svo sannarlega! Þessi stóri hluti sem ekki tekur afstöðu skiptir höfuðmáli fyrir þessa könnun. Ef þjóðin ætti að kjósa í dag myndi ég ætla að stór hluti þeirra sem ekki tekur afstöðu hér, myndi taka afstöðu. Reynslan er nefninlega sú, að yfir 80% þeirra sem hafa kosningarétt nýta sér hann - og svo hefur það verið frá 19341. Og það sem meira er, þá er lítið um ógild atkvæði (einhverjar prósentur)2. Hér er því um að ræða að sennilega mun ákveðið hlutfall þeirra, sem voru spurðir en tóku ekki afstöðu, kjósa þegar þar að kemur. Hvernig þetta ákveðna hlutfall kýs, breytir auðvitað öllu varðandi niðurstöður kosninganna. (Hér gef ég mér það að fólk muni kjósa það sem það segist ætla að kjósa í könnuninni, og líka að fólk skipti ekki um skoðun, en það er nú efni í annan pistil.)
Það sem þetta segir mér um þessa könnun Fréttablaðsins, er að líkindin á að hún reynist ekki spá rétt fyrir um úrslit kosninga séu há. En það aftur gerir það að verkum að prósenturnar sem Mogginn segir hér frá (beint upp úr Fréttablaðinu) eru líklega ekki þær sem myndu birtast ef kosið yrði í dag.
Að lokum: Af hverju éta fjölmiðlar þessar tölur upp eftir hvor öðrum þegar það er það er svona bersýnilegt að þær eru að öllum líkindum ekki í takt við það sem myndi gerast? Sést mér yfir eitthvað hérna?
--
1: Skv. tölum Hagstofunnar
2: Aftur skv. tölum Hagstofunnar
Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 14.2.2007 kl. 22:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég var á sömu skoðun hvað snertir könnunina á vegum Blaðsins. Þar var nánast sama úrtak og álíka klént svarhlutfall. En hér í bloggheimum var ég að lesa hjá mönnum, sem ég hefði talið spaka á þessum sviðum, að það væri nú bara ekkert að þeirri könnun. Það verður áhugavert að sjá hvað þeim þykir um þessa könnun.
ps. VG-fylgið hefur misritast hjá þér- átti að vera 23,7%.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 07:00
Takk fyrir ábendinguna Guðmundur.
Guðmundur D. Haraldsson, 12.2.2007 kl. 09:14
Þetta er náttúrulega ódýrt fréttaefni, það er að segja frétt um frétt.
Fræðingur, 12.2.2007 kl. 13:11
Mætti nú alveg benda á að þó svo að svarhlutfallið sé lágt þá má alveg með sæmilega miklu öryggi gera ráð fyrir því að þeir sem svara ekki eru óháðir þeim sem svara (hæðið núllast sennilega út vegna fjöldans) og því munu þeir fylgja svipaðri dreifingu og þeir sem tóku afstöðu.. en auðvitað er þar ekki tekið tillit til ástæðanna fyrir því að þeir taki ekki afstöðu eða öðrum þáttum sem hafa kannski einhver áhrif.
Talnapúkinn (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.