Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Al Jazeera sýnir beint

Al Jazeera hefur sýnt beint frá Egyptalandi undanfarna daga. Hægt er að horfa á útsendinguna hér.

(Moggi: Af hverju tengduð þið ekki í þetta?)

 


mbl.is Banna starfsemi Al Jazeera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttri vinnudagur, málið sem gleymdist

Nú er vonandi að verkalýðsforustan gleymi ekki enn og aftur því máli sem virðist hafa verið gleymt og grafið hér á Íslandi undanfarin ár, stytting vinnudagsins. 

Eins og kemur fram í grein minni og Smára McCarthy (sjá hér) hefur vinnudagurinn lítið sem ekkert styst hér á íslandi undanfarin 30 ár. Þetta er ólíkt því sem hefur verið að gerast á norðurlöndunum og í evrópu þar sem vinnudagurinn hefur verið að styttast mikið á sama tíma. Er nú svo komið að við vinnum hér á Íslandi um hálfum vinnudegi meira en frakkar, og heilum vinnudegi meira á viku en þjóðverjar. Við hins vegar vinnum álíka mikið og Bandaríkjamenn.

Þetta þarf að breytast. Við rekjum nákvæmlega rök okkar í greininni sem var nefnd áður, og svo annarri sem við skrifuðum síðar. 

 


mbl.is Hærri laun og afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband