Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Undarlegar skoðanakannanir

Áðan rakst ég á þessa skoðanakönnun á Vísi:

 Í síðastu viku voru lesendur Skessuhornsvefjarins spurðir hversu margar bækur þeir hefðu fengið í jólagjöf. Kom í ljós að ríflega 55% þeirra sem svöruðu höfðu fengið 1 til 3 bækur og tæplega 12% fengu fórar til sex. Um 3% fengu fleiri en sex bækur að gjöf. Það vekur hins vegar athygli að tæplega 30% svarenda fengu enga bók í jólagjöf.

Venjulega þegar menn gera skoðanakannanir leitast menn við að svara tiltekinni spurningu eða tilteknum spurningum. Þess vegna taka þeir úrtak úr einhverjum hóp og spyrja hann, en það gera þeir vegna þess að það tekur yfirleitt of langan tíma að spyrja allan hópinn. Úrtakið er valið þannig að allir sem eru í hópnum eigi jafnan möguleika á að lenda í úrtakinu. Svo alhæfa rannsakendurnir niðurstöðuna yfir á hópinn út frá niðurstöðum úrtaksins.

Þetta er allt rökrétt og gott. Sérstaklega er gott þegar menn nota vikmörk, en þau gefa til kynna að treysta megi niðurstöðunum með vissum skekkjumörkum. Gott og vel.

Þessi könnun Skessuhornsvefjarins er ekki af þessu tagi. Það er ekki stjórnað hver lendir í úrtakinu, þannig að það er algerlega óljóst um hvaða hóp úrtakið á að gilda. Hver sem er getur tekið þátt. Afskaplega ósennilegt er að úrtakið hafi óvart verið þannig að það megi alhæfa um alla lesendur Skessuhorns, en í það minnsta getum við ekki vitað það vegna þess að við vitum ekki hverjir svöruðu spurningunni! Það eina sem svona kannanir segja, með nokkurri vissu, eru skoðanir þeirra sem svöruðu. 

Hvað segja svona kannanir þá, fyrir utan þá sem svöruðu könnunni, sem við vitum ekki einu sinni hverjir eru? Ekki neitt.

Vitanlega gildir þetta sem ég segi um fleiri kannanir en þessa birtist á Vísi. Þetta gildir um allar þær kannanir þar sem er ekki stjórnað hverjir lenda í úrtakinu. Og fyrst þessar kannanir segja ekki neitt, til hvers er fólk þá að þessu?


Vísindafréttaskáldskapur á Vísi

 Þessi frétt birtist á Vísi fyrir nokkrum dögum:

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA velta nú vöngum yfir mynd sem eitt af geimförum þeirra sendi til jarðar frá Mars. Mars-bílarnir Opportunity og Spirit hafa ekið um yfirborð plánetunnar síðan í apríl árið 2004.

Þeir eru að leita að vísbeingum [sic] um að vatn finnist á Mars, en það er forsenda þess að þar geti þrifist líf.

Í áslok sendi annar þeirra til jarðar mynd sem sýnist vera af einhverri lifandi veru á gangi um yfirborð plánetunnar.

Vísindamennirnir liggja nú yfir myndinni til þess að reyna að skera úr um hvort þetta sé skuggi, steinmyndun....eða hvort þarna sé í raun Marsbúi á ferðinni.

Og meðfylgjandi ruglinu var þessi mynd hér:

Rosa sniðug frétt, þetta. Ég tók henni sem gríni. En hversu margir skyldu misskilja greinina og taka því alvarlega að alvarlegir vísindamenn hjá NASA - hvorki meira né minna - væru að rannsaka málið? Svona vísindaskáldskapur er ekki vísindunum til framdráttar og alls ekki til að bæta skilning fólks á þeim.

Vísindamenn verða að fara að segja eitthvað við lélegum vísindafréttum. Verst að sumir þeirra taka þátt í kjaftæðinu.


Erum við rotturnar?

Erum við rotturnar?

Hvað hefur sagan kennt okkur?

Það eina sem sagan hefur kennt okkur er að við höfum ekkert lært af henni[1].


Endurbygging II

Hvíta HúsiðMyndin sem ég setti inn með færslu hér fyrir um það bil mánuði síðan er tekin innan úr Hvíta Húsinu.

 Á árunum 1949 til 1952 var húsið svo að segja endurbyggt, milliveggir rifnir, ný burðargrind úr stáli var sett upp en hún heldur húsinu nú uppi. Í dag er afskaplega lítið upprunalegt af innréttingum í húsinu.

Hér til hliðar sést mynd sem er tekin á sama tíma og endurbyggingin átti sér stað. 


Freud segir...

I am actually not at all a man of science, not an observer, not an experimenter, not a thinker. I am by termpament nothing but a conquistador - an adventurer .... with all the curiosity, daring, and tenacity characteristic of a man of this sort.

 Þetta skrifaði Freud í bréfi til vinar síns, Wilhelm Fliess árið 1900. Það er hálf skítt hvað karlinn er misskilinn; kenningarnar hans eru ekki vísindalegar, hann var ekki vísindamaður - þó að hann væri hrifinn af þeim, og hann taldi sig ekki vísindamann. Samt eru margir sem halda að hann hafi verið vísindamaður, en leitt.


Þjóðskrá og 32 stafa nöfnin

Er ekki með endemum að ennþá skuli það vera þannig að nöfn fólks eru stytt af því að eitthvað gagnasafn ræður ekki við lengri nöfn en 32 stafa? 

Ég bendi á þessa grein hér. Ég held, en er ekki viss, að þetta vandamál með stafina 32 sé arfleifð frá gömlu gataspjöldunum. Menn hættu að nota þau fyrir um það bil 50 árum.

 



Samtökin Skynsemi í vísindum

Samtökin Skynsemi í vísindum hafa sannleikann að leiðarljósi. Þau eru með sérfræðinga á sínum snærum til að leiðrétta bábiljur sem kenndar eru við vísindi.

Ég sá þessa glefsu í Mogganum um daginn, á forsíðu eða baksíðu. Er einhver sem getur gefið mér nánari upplýsingar um þessi samtök, t.d. um fólk í stjórn samtakanna?


Að vera ,,skeptic''; nú eða neikvæður...

Some people believe that skepticism is the rejection of new ideas, or worse, they confuse “skeptic” with “cynic” and think that skeptics are a bunch of grumpy curmudgeons unwilling to accept any claim that challenges the status quo. This is wrong. Skepticism is a provisional approach to claims. It is the application of reason to any and all ideas — no sacred cows allowed. In other words, skepticism is a method, not a position. Ideally, skeptics do not go into an investigation closed to the possibility that a phenomenon might be real or that a claim might be true. When we say we are “skeptical,” we mean that we must see compelling evidence before we believe.

Skepticism has a long historical tradition dating back to ancient Greece, when Socrates observed: “All I know is that I know nothing.” But this pure position is sterile and unproductive and held by virtually no one. If you were skeptical about everything, you would have to be skeptical of your own skepticism. Like the decaying subatomic particle, pure skepticism uncoils and spins off the viewing screen of our intellectual cloud chamber.

 Ég fékk þennan texta lánaðan af vefsíðu The Skeptics Society (hér). Ég hef stundum rekið mig á að maður er sagður neikvæður eða eitthvað álíka þegar maður er ekki reiðubúinn að samþykkja einhverja skoðun. Nú, eða þegar maður segist ekki trúa hinu eða þessu. 

Það er auðvitað alger steypa að segja að einhver sé neikvæður þó að hann trúi ekki hverju sem er, eða er kröfuharður á rökstuðning.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband