Ágæt fréttamennska

Ég er búinn að skrifa nokkra krítíska pistla um vísindagreinar hérna. Núna rak ég augun í eitthvað sem mér finnst jákvætt...

Þessi frétt um vísindi er fín og af allt öðrum meiði en greinar um einstakar rannsóknir. Það eina sem ég sé við hana er að skammstöfunin PTSD er dálítið skrítin þarna nema fyrir þá sem þekkja til, en skammstöfunin merkir Post-traumatic stress disorder. Það hefði farið betur á ef þetta hefði verið sett hreinlega svona: (e. Post-traumatic stress disorder) í greininni í stað (PTSD). En annars er þetta ágætis grein.



mbl.is Áfallastreita rannsökuð meðal fórnarlamba flóðbylgjunnar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég rak augun í "blóðsýni og erfðaefni". Það kemur ekkert fram hvað á að gera við þessi blóðsýni og erfðaefni, frekar furðulegt. Eftir að hafa lesið þetta veit ég lítið hvað verður rannsakað, því miður... 

Heiða María (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Reyna að finna sameiginlegan erfðaþátt? Þetta er vissulega ónákvæmt, en ég myndi halda að þetta ætti að duga til að gefa amk. þokkalega hugmynd.

Guðmundur D. Haraldsson, 6.1.2007 kl. 00:28

3 identicon

Jamm, það má heldur ekki gleyma því að auðvitað er vísindafréttum ekkert ætlað að koma í stað vísindagreina. Þurfa e.t.v. ekkert alltaf að vera ótrúlega ítarlegar.

Heiða María (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband