14.7.2008 | 22:35
Hvers konar vísindafrétt er þetta?
Vísir birtir í dag þessa vísindafrétt, undir titlinum Góður nætursvefn eflir minnið:
Ný rannsókn leiðir í ljós að góður nætursvefn eflir minni manna daginn eftir. Jafnframt á viðkomandi auðveldara með að læra hluti.
Rannsóknin bendir til að meðan á góðum nætursvefni stendur styrkist sambandið milli taugafruma í heilanum en það er lykillinn að bæði góðu minni og lærdómshæfileikum.
HvÞað var háskólinn í Genf sem stóð að rannsókninni og var hún nýlega kynnt á ráðstefnu taugafræðinga. Tveir hópar fólks fengu mismunandi verkefni á sviði minnis- og lærdómsgetu.
Annar hópurinn fékk svo 8 tíma góðan nætursvefn en svefn hins hópsins var truflaður. Í ljós koma að hópurinn sem svaf vel stóð sig mun betur í verkefnum sínum en sá sem svaf illa eða lítið.
Er þetta lélegur húmor? Það er vel vitað að góður svefn ýtir undir nám, einhvernveginn. Þetta hefur verið vitað mjög lengi. Nú hef ég rekið mig á það að vísindafréttir fjalla stundum bara um afmarkaðan hluta rannsókna, jafnvel segja þær bara frá hluta niðurstaðanna - og gefa þannig ranga mynd af rannsókninni. Skyldi þó ekki vera að svo sé í þessu tilfelli?
En nú er mér vandi á höndum: Hvaða rannsókn voru blaðamenn Vísis að fjalla um? Það gæti orðið ærið verk að finna rannsóknina - og jafnvel þá veit ég ekki hvort það sé sú rétta. Hvernig væri að birta tengil á heimild?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hún var aðeins betri hjá Mbl.is, að minnsta kosti viðurkenndu þeir að fréttin væri einungis þýðing á frétt BBC, sem er nú gjarnan lenskan þegar um fréttir af tækni og vísindum er að ræða. En að sjálfsögðu án þess að vitna með því að tengja við frétt BBC, enda kunna íslenskir fréttamenn ekki á vefinn.
Erlendur S. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:50
Gott að þú tókst eftir þessu. Mbl.is stundar þetta, og ritstjórarnir og eigendur eru einnig ábyrgir. Blaðamennirnir sem vinna á miðlunum eiga auðvitað að verða nægilega stoltir til að vinna fréttirnar vel. Vel færi að við bloggarar værum það líka, e.t.v. myndi það gefa íslenskunni betra tækifæri.
Arnar Pálsson, 16.7.2008 kl. 15:57
Takk báðir fyrir þetta. Ég er sammála ykkur báðum.
Guðmundur D. Haraldsson, 20.7.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.