Vísindafréttaskáldskapur á Vísi

 Þessi frétt birtist á Vísi fyrir nokkrum dögum:

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA velta nú vöngum yfir mynd sem eitt af geimförum þeirra sendi til jarðar frá Mars. Mars-bílarnir Opportunity og Spirit hafa ekið um yfirborð plánetunnar síðan í apríl árið 2004.

Þeir eru að leita að vísbeingum [sic] um að vatn finnist á Mars, en það er forsenda þess að þar geti þrifist líf.

Í áslok sendi annar þeirra til jarðar mynd sem sýnist vera af einhverri lifandi veru á gangi um yfirborð plánetunnar.

Vísindamennirnir liggja nú yfir myndinni til þess að reyna að skera úr um hvort þetta sé skuggi, steinmyndun....eða hvort þarna sé í raun Marsbúi á ferðinni.

Og meðfylgjandi ruglinu var þessi mynd hér:

Rosa sniðug frétt, þetta. Ég tók henni sem gríni. En hversu margir skyldu misskilja greinina og taka því alvarlega að alvarlegir vísindamenn hjá NASA - hvorki meira né minna - væru að rannsaka málið? Svona vísindaskáldskapur er ekki vísindunum til framdráttar og alls ekki til að bæta skilning fólks á þeim.

Vísindamenn verða að fara að segja eitthvað við lélegum vísindafréttum. Verst að sumir þeirra taka þátt í kjaftæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Tek undir þetta Guðmundur, mörkin milli raunverulegra frétta og furðusagna (fíll með tvo rana) virðast vera óljós í hugum sumra blaðamanna og ritstjóra. Fréttin sem fylgdi myndinni frá Mars er, fyrir flestum allavega, algjör brandari (eins og ég ræddi um ) sem ekki ætti að taka alvarlega. Slíkt réttlætir ekki að birta pistilinn sem vísindafrétt, slíkt efni á heima í léttmetishluta blaðsins. Eins og þú segri þá taka vísindamenn stundum þátt í ruglinu, þá oft með það að markmiði að komast í blöðin og fá kynningu.

Arnar Pálsson, 7.2.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband