26.1.2008 | 15:52
Endurbygging II
Myndin sem ég setti inn með færslu hér fyrir um það bil mánuði síðan er tekin innan úr Hvíta Húsinu.
Á árunum 1949 til 1952 var húsið svo að segja endurbyggt, milliveggir rifnir, ný burðargrind úr stáli var sett upp en hún heldur húsinu nú uppi. Í dag er afskaplega lítið upprunalegt af innréttingum í húsinu.
Hér til hliðar sést mynd sem er tekin á sama tíma og endurbyggingin átti sér stað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.