24.12.2007 | 02:29
Kirkjan, prestar og afturhald
Baldur Þórhallsson, prófessor, skrifaði pistil í Morgunblaðið þann 22. desember s.l. (bls 36) þar sem hann vitnar til ummæla prests, sem var á móti því að konur gætu orðið prestar þjóðkirkjunnar. Ég hef heyrt af einhverri andstöðu sem var þegar Auður var vígð þann 29. september 1974, en ekki þekki ég hversu víðtæk hún var. Ummæli prestsins þóttu mér athygliverð: Þess vegna lít ég á vígslu kvenpresta sem andlega kynvillu, afbrigðilega, en ekki eðlilega.
Þessi ummæli voru hluti af áliti eins prests, en nokkrir einstaklingar gáfu álit sitt á vígslu kvenpresta í blaðinu daginn sem Auður var vígð. Nokkrir prestar gáfu álit sitt, en einnig aðrir. Margir voru á því máli að það væri í góðu lagi að konur væru prestar, sumir gáfu ekki upp álit, en einhverjir voru á móti því. Ég vona að Morgunblaðið fyrirgefi mér, en ég ætla að hér að birta brot af síðu blaðsins, frá þessum degi.
Þetta brot er af bls. 11 - fleiri álit eru á þeirri síðu, sem og á bls. 10. Fyrir þá sem vilja skoða hvað fleiri höfðu að segja bendi ég á timarit.is, en hér eru tenglar á síðurnar fyrir þá sem eru með DjVu-plugin'ið: bls 10, bls 11. Og, fyrir þá sem eru ekki með það: bls. 10, bls 11.
Erum við ekki annars öll orðin sammála um að það hafi verið bölvað afturhald að vilja meina konum að verða prestar? Ég vona það. Eða eiga trúleysingjar kannski ekki að tjá sig um slíkt? Jæja, hvað um það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:50 | Facebook
Athugasemdir
Hehe...takk fyrir að grafa þessa snilld upp! Þetta fær mann til að sjá sögu þjóðkirkjunnar í aðeins víðara samhengi og að lengi hafa Svartstakkarnir staðið í stríði við bévaða "kynvilluna"!
Mér þóttu nýleg ummæli Karls biskups í DV segja allt sem segja þarf: "Það er í lagi að kirkjan sé ekki í takt við tímann, svo lengi sem hún sé í takti við eilífðina".
Róbert Björnsson, 24.12.2007 kl. 03:14
Er ég bara asnaleg ef mér finnst mjög fyndið að "Jesús kristur hafi átt mikilli kvenhylli að fagna"? Hann var náttúrulega algjört hönk, hann Sússi.
Heiða María Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 03:57
Þessi prestur hefur verið undanskilin þegar mannkynið þróast.. hann er blast from the past... frá grárri forneskju
DoctorE (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.