Neyslusamfélag í hnotskurn

 

Í 24. stundum, 24. nóvember 2007, bls 63, birtist þessi auglýsing:
 

24stundir-mirale-avaxtakarfa

 

Ég sá fjallað um þessa auglýsingu á annari síðu.

Þetta er ótrúlegt verð fyrir jafn ómerkilegt fyrirbæri eins og þessi karfa er. Og fólk kaupir svona lagað.

Skýringin á því af hverju fólk kaupir svona vörur er einföld: Málið snýst ekki hvað maður er að kaupa, heldur hvað varan segir um mann sjálfan. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvað það segir um mann þegar maður á Mirale-vörur, en ef fólk gerir jafn mikið úr verðinu (í samtölum, auglýsingum og svo frv.) og er gert í auglýsingunni þarna býst ég við að skilaboðin séu þau að maður á peninga. Klárlega geta svoleiðis skilaboð myndast með tímanum. Önnur skilaboð geta auðvitað þróast líka.

Hegðun sem fylgir því að kaupa vörur sem mestmegnis er ætlað að segja um mann er léleg nýting á því sem keypt er. Þetta sjáum við hér í Reykjavík: Fólk hendir allskyns nýlegum búnaði sem bilar lítillega (sjónvörpum t.d.), skiptir um bíl á 3-4 ára fresti, lætur rífa hús sem hafa ekki enn náð þrítugsaldrinum og svo framvegis. Fólk gerir þetta vegna þess að vörurnar, húsin og hlutirnir hafa ekki lengur þá merkingu sem fólk sækist eftir og það vill nýtt í staðinn sem hefur þá merkingu.

Auðvitað eru ekki allir sem taka þátt í svona vitleysu og ekki á þessum forsendum, en þeir eru nógu margir til að rekstur verslana sem selja rándýrar ómerkilegar vörur borga sig, þeir eru nógu margir til að bílasala blómstar og svo framvegis. Þeir eru líka nógu margir til að mynstrið verði áberandi og til að valda skaða á umhverfi okkar og náttúrunni.

Þetta er klárlega mein í samfélagi okkar. Og auðvitað líka í samfélögum sem eru með sama vanda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Ég er ekkert viss um það. Skilst og sýnist þessi búð vera eins konar "merkjabúð". Reksturinn sem sagt gengur út á að selja merkjavörur sem eru dýrar, en ekkert merkilegar.

Guðmundur D. Haraldsson, 25.11.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ef til vill selst nú líka meira af henni þegar auglýst er takmarkað magn ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.11.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Já Pálína, menn hafa prófað svoleiðis í stórmörkuðum... það virkar.

Guðmundur D. Haraldsson, 26.11.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmm, maður er náttúrlega að kaupa hönnunina, ekki vöruna. Ég á einn hlut úr þessari búð, Marsbúann, (sítrónupressu), hef líka stundum gefið hann í brúðargjafir og þannig. Keypti hann vegna þess að mér finnst hann svo gríðarlega flottur. (er líka í fullri notkun hér, eigum enga aðra sítruspressu)

En ég er líka sökker fyrir fallegum hlutum.

Þessi karfa finnst mér reyndar ekkert sérlega flott, en ef maður á mínímalískt heimili, allt í hvítu/svörtu/króm er hún algjört möst, til að hafa the obligatory límónur á stofuborðinu :D :D :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband