3.10.2007 | 16:18
Fangelsi sem almenningshlutafélög?
Klikkuð pæling? Kíkið hér. Nú þarf ekki annað en að skrá sig inn í heimabankann, hamra inn texta og þá á maður hlutabréf í fangelsi! Björn getur varla verið á móti því, er það? Það er alltént einkaframtak.
Án gríns, eigum við ekki að hafa það þannig áfram að ríkið eigi einkarétt á ofbeldi (þ.e., refsingum, valdbeitingu) og ekki framlengja það til einkaðila sem reka fangelsi? Ég held að það sé skynsamlegt. Ég bendi á, að ef við förum út í að leyfa einkaaðilum að reka fangelsi til að fá hagnað af því, þá erum við komin út í þá stöðu að fyrirtæki beinlínis græði á harðari refsingum og meiri glæpum.
Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.