11.5.2007 | 19:25
Hálfsoðin tölfræði segir fátt markvert
Eins og bent hefur verið á áður, segja niðurstöður skoðanakannanna mun minna ef vikmörk eru ekki tekin með í reikninginn. Svo mikið minna að niðurstöðurnar eru eiginlega hálfsoðnar. Ég benti líka á þetta um daginn hér. Af hverju eru engin vikmörk birt? Vikmörk er nauðsynleg til að geta yfir höfuð sagt nokkuð um hvort fylgi hefur breyst.
Það er kannski rétt að benda á að vikmörk eru ekki eingöngu nauðsynleg til að túlka skoðanakannanir, þau eru nauðsynleg til að túlka allar kannanir sem byggja á úrtaki sem er valið af handahófi.
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.