13.2.2007 | 22:04
Makalaust kjaftæði
Þessi grein er makalaust kjaftæði. Þetta eru ekki fyrstu vísbendingarnar um að sviti karla hafi lífeðlisleg áhrif á gagnkynhneigðar konur. Það er svo langt í frá að vera satt, ég man eftir grein um þetta efni sem var birt líklega 1999. Ég hugsa að ég finni eitthvað um þetta í lífeðlisfræðibókinni minni, sem kom út í fyrra.
Í grein, sem fjallar um þessa rannsókn sem Morgunblaðið segir frá, sem birt var á vefsíðu Berkeley háskóla segir:
The study, reported this week in The Journal of Neuroscience, provides the first direct evidence that humans, like rats, moths and butterflies, secrete a scent that affects the physiology of the opposite sex.
Ég undirstrikaði direct evidence. Þarna liggur munurinn: Vísbending er ekki það sama og sterk sönnunargögn. Þannig er þessi Moggagrein í mótsögn það sem frétt Berkeley háskóla segir frá: Annars vegar er sagt að um vísbendingar að ræða og hins vegar sterk sönnunargögn.
Og af hverju er vísbending ekki það sama og sterk sönnunargögn? Ég myndi nefninlega halda, að menn meti þessi nýju gögn þannig að þau gefi til kynna að það sé mjög sennilegt að sviti karla hafi áhrif á konur, en fyrir hafi það verið þannig að gögnin sem voru til áður gáfu til kynna að það sé alveg til í dæminu. Sem sagt, grunurinn styrkist mjög.
--
Uppfært 14. febrúar: Ég sé núna að það stendur fyrstu beinu vísbendingarnar. Hvort það var þegar ég skrifaði pistilinn upprunalega er ég ekki viss um, en allavegana ef svo er þá er greinin betri. Ég breytti líka vangaveltunum um vísbendingar og sterk sönnunargögn.
Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 14.2.2007 kl. 12:24 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir þetta og mér finnst þetta alltaf jafn fyndið. Ég persónulega hef aldrei fundið svitalykt sem kemur mér til á einn eða annan hátt eða bættir skap mitt. Frekar á hinn veginn. Svitalykt er fráhrindandi og veldur skapvonskuköstum ef eitthvað er. hehehe
Þórhildur (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 00:05
Ég held að það sé einhver misskilningur í gangi með þessa svitalykt. Það er ekki lyktin sem skiptir máli, heldur efni sem líkaminn gefur frá sér, efni sem kemur sem hluti svitans. Það er ekkert víst að maður finni svitalykt, en þetta efni gæti samt verið að hafa áhrif á mann fyrir það. Það er enginn að tala um einhverja lykt sem fólki finnst ógeðsleg - frekar hitt að maður sé undir áhrifum þó svo að maður finni ekki lykt.
Ég tek það fram, að ég hef ekki kynnt mér þetta mál nákvæmlega né vel - þetta eru að hluta ágiskanir hjá mér. Ég er bara að setja út á augljóslega lélega blaðamennsku um vísindi. Flóknar rannsóknir eiga betra skilið en svona kjaftæði - kjaftæði sem er alltof algengt.
Guðmundur D. Haraldsson, 14.2.2007 kl. 00:12
Væntanlega er um ferómón að ræða. Vitað er að karldýr (líka menn) gefa frá sér ferómón sem gefa til kynna af hvaða kynstofni þeir eru (t.d. hundur, maður eða whatever) ásamt einhverjum upplýsingum um genótýpu (þ.e., hvert erðamengið þeirra sé)... ég raunar efast um að þar sé verið að tala hreinlega um afrit af erfðaupplýsingunum, heldur frekar bara einhver vísbending í formi próteins. Þá er það sennilega mekkanismi til þess að sporna við því að genapollurinn verði of einsleitur - að kvendýrin laðist frekar að karldýrum sem eru mjög ólík sjálfri sér erfðafræðilega (sem kemur heim og saman við vinsældir bandarískra hermanna hér á landi á 5.-7. áratugnunum...). Svo að enginn ruglingur sé, þá gefa kvendýr líka frá sér tiltekin ferómón til þess að gefa til kynna að þær séu kynþroska og á (hóst) fengitíma.
Smári (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:22
Smári, mig minnir reyndar að það sé þannig að menn GRUNI mjög sterklega að mannfólk notist við ferómón, en að það hafi ekki verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti hingað til. Ein sterkustu rökin fyrir ferómónum í konum er að konur sem umgangast mikið hver aðra samstilla tíðahringi sína, væntanlega sökum ferómóna (hormóna sem berast með lofti, gegnum nefið og verka þar á svokallað vomeronasal organ).
Heiða María Sigurðardóttir, 18.2.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.