29.5.2012 | 03:23
Þegar Sigmund Freud yfirgaf Austurríki
Sigmund Freud yfirgaf austurríki 1938, fljótlega eftir að nasistarnir tóku yfir Austurríki. Freud-fjölskyldan fékk Gestapó í heimsókn oftar en einu sinni eftir þá yfirtöku. Og Anna Freud, dóttir Sigmund Freud, var kölluð í yfirheyrslu hjá Gestapó. - Sumir sluppu ekki lifandi frá svoleiðis yfirheyrslum, en hún var heppin.
Freud tók það ekki í mál að yfirgefa landið áður en þetta gerðist. Og jafnvel eftir að nasistarnir tóku landið yfir neitaði hann að flýja. Hann sagðist vera gamall, lasinn, deyjandi, og auk þess, hvert ætti hann að leita? Enginn vildi taka við gyðingum. En vinir hans sannfærðu hann að lokum. Og heimsóknirnar frá Gestapó og yfirheyrslan yfir dóttur hans hertu á þessari sannfæringu.
Svo kom leyfið til að fara. Leyfið var ekki auðsótt, Freud þurfti að beita öllum sínum samböndum. Forseti Bandaríkjanna ku víst hafa vitað af málinu, auk sem þingmenn í Breska þinginu hjálpuðu til. Freud-fjölskyldan var neydd til að greiða ýmis gjöld sem nasistarnir fundu upp, til að fá leyfið.
Áður en þau fóru þurfti Freud samt að kvitta upp á það að Austurrísk yfirvöld, sem voru algerlega undir stjórn nasista .. had not ill-treated him. Hann kvittaði upp á það og bætti við athugasemd sem hljómar svona á ensku: I can most highly recommend the Gestapo to everyone.
Samt fékk hann og fjölskylda hans að fara úr landi.
Byggt á bók Peters Gay, Freud: A Life for our Time (1988).
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Sálfræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.