21.1.2011 | 17:09
Styttri vinnudagur, málið sem gleymdist
Nú er vonandi að verkalýðsforustan gleymi ekki enn og aftur því máli sem virðist hafa verið gleymt og grafið hér á Íslandi undanfarin ár, stytting vinnudagsins.
Eins og kemur fram í grein minni og Smára McCarthy (sjá hér) hefur vinnudagurinn lítið sem ekkert styst hér á íslandi undanfarin 30 ár. Þetta er ólíkt því sem hefur verið að gerast á norðurlöndunum og í evrópu þar sem vinnudagurinn hefur verið að styttast mikið á sama tíma. Er nú svo komið að við vinnum hér á Íslandi um hálfum vinnudegi meira en frakkar, og heilum vinnudegi meira á viku en þjóðverjar. Við hins vegar vinnum álíka mikið og Bandaríkjamenn.
Þetta þarf að breytast. Við rekjum nákvæmlega rök okkar í greininni sem var nefnd áður, og svo annarri sem við skrifuðum síðar.
Hærri laun og afnám verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Hagfræði, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg var í skóla í Englandi og fannst fólk ekki gera kröfur um sömu lífsgæði og við gerðum - og gerum.
Eg spurði stundum- því vinnur þú þa ekki lengri vinnudag ??? þegar einhver kvartaði um skort á hinu og þessu.
Svarið ar allstaðar það sama- eg vinn ekki lengur en þetta - eg þarf tima fyrir fjölskylduna !
I Bandaríkjunum hef eg þekkt fólk sem er búið að skulsetja sig til 80 ára aldurs- vegna þess að það vill luxuslíf og flott heimili- það virðist ekki stefna á ferðalög- það er í sæluríkinu !
Erla Magna Alexandersdóttir, 21.1.2011 kl. 17:29
Erla: Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara?
Guðmundur D. Haraldsson, 21.1.2011 kl. 17:58
Hvernig geta Hagsmunasamtök heimilinna krafist þess að verðtrygging verði afnuminn og gagnrýnt slæma stöðu lífeyrissjóðanna í sama orðinu?
Fólk virðist vera búið að gleyma því hvers vegna verðtryggingunni var komið á á sínum tíma og hvernig ástandið var áður en verðtrygging kom til. Ég tilheyri þeirri kynslóð sem öllu sparifé var stolið af vegna skorts á verðtryggingu. Þú lagðir lambsverð inná reikning og þegar þú tókst það út var það virði einnar karamellu. Mismuninn höfðu þeir hirt sem tóku lán og byggðu sér hús.
Þeir sem eru að hrópa á afnám verðtryggingar eru að biðja um að lögleiddur þjófnaður verði aftur tekinn upp og að eignir lífeyrissjóðanna verði rýrðir enn frekar.
Hins vegar er það mín skoðun að launin eigi líka að vera verðtryggð því allt annað er óréttlátt.
Jón Bragi Sigurðsson, 22.1.2011 kl. 06:20
Já, verðtryggingarkerfið er vont. Það er eitthvað mikið að peningakerfinu hjá okkur, það hefur ýmsar afleiðingar á vinnu okkar og líf, sem eru neikvæðar. Þetta þarf að laga... eða þá skipta út peningakerfinu í heild sinni. (Ég á ekki við að peningar séu slæmir, hreint ekki, heldur að það sé eitthvað að ferlinu sem býr peningana til).
Guðmundur D. Haraldsson, 22.1.2011 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.