Vísindalega sannað - hreinræktað kjaftæði!

Já, hreinræktað kjaftæði segi ég. Það er fátt, ef nokkuð, sannað vísindalega. Það að sanna eitthvað er kannski aldrei hægt því að það það að vera algjörlega viss um að utanaðkomandi þættir, skekkjur í mælingum og annað, trufli ekki niðurstöður er sennilega ómögulegt. -- En kannski voru Moggamenn bara að slá á létta strengi? Ég held að ég fari ekki nánar út í að ræða þessa setningu.

En af hverju blanda menn alvöru og gamani í sama flokk greina? Hvað er að því að hafa einhvern flokk sem ekki ber titilinn "Vísindi og tækni",  heldur frekar eins og "Gaman og skemmtun" (eða eitthvað...), og skella svona fréttum í hann? Mér finnst hræðilegt, að menn blandi fréttum sem er alvara á bakvið, eins og um tengsl hjartasjúkdóma og tortryggni, saman í sama flokk og grein sem er augljóslega mjög subjectív eins og þessi er. Ég segi subjectív, því að það má augljóslega deila hart um hvernig á að mæla óþægileg hljóð. Mat á hjartasjúkdómum er mun auðveldara að koma sér saman um hvernig má mæla.

 

Þess má líka geta að tengillinn í greininni virkar ekki, ég fæ upp „Site Not Found“.


mbl.is Æluhljóð það versta í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband