12.2.2010 | 20:07
Öfgar í dópleit?
Hátt í þúsund nemendur voru í Tækniskólanum á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á nemendum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa barnaverndaryfirvalda leituðu að fíkniefnum á nemendum í skólanum en fjölmargir framhaldsskólar hafa gert slíkt hið sama [..] Leitin hófst um hádegisbilið og var þá öllum útgönguleiðum lokað fyrir utan eina en þar beið lögreglumaður ásamt fíkniefnahundi. Engin fíkniefni fundust [..].[1]
Þetta finnst mér ekki í lagi. Tökum hliðstæðu, ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að þú sért starfsmaður Hárs og sjampós:
Hátt í þúsund starfsmenn voru við störf í Hár og sjampó hf. á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á starfsmönnum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa stéttarfélags starfsmannana leituðu að fíkniefnum á starfsmönnum á vinnustaðnum en fjölmargir vinnustaðir hafa gert slíkt hið sama [..]
Fæstum fyndist þetta í lagi, reikna ég með. En af hverju ætti eitthvað annað að gilda um unglinga, en fullorðna, þegar kemur að leit sem þessari? Ég sé enga ástæðu fyrir því og fordæmi leit sem þessa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju að fordæma? Meðan að fíkniefni (önnur en koffín, tóbak og áfengi) eru bönnuð hér á landi, er þá ekki í lagi að koma í veg fyrir sölu og neyslu á þeim? Þeir nemendur og starfsmenn skólans sem hafa hreinan skjöld í þessum málum þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur þó svo að hundar koma í heimsókn. Það er ekki bara það að hundarnir geta fundið eitthvað ólöglegt á svæðinu heldur er þetta ekki síður góð forvörn því að þeir sem að selja og nota slík efni verða væntanlega tregari til þess í framtíðinni að bera þau inn í skóla og aðrar opinberar byggingar.
Aðalsteinn Baldursson, 13.2.2010 kl. 17:25
Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um að fá að vera í friði fyrir áreiti ríkisvaldsins. Mér finnst ekki ásættanlegt að fólk sé hálfpartinn lokað inni í skóla og neytt til að gangast undir einhvers konar "dóp-próf", án þess að skýr rök fyrir séu því, eða í það minnsta leyfi viðkomandi (eða foreldris, ef viðkomandi er ekki sjálfráða).
Nú má vel vera að þetta sé löglegt. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær ríkisvaldið hefur leyfi til að gera "dóp-próf", en ég hef hingað til haldið að skýr rök þyrftu að vera fyrir slíku (t.d. grunur um að viðkomandi hefði efni undir höndum, viðkomandi hefur endurtekið og ítrekað verið gripinn með efni, nýlega). Nú, ef engin rök eru fyrir hendi, að viðkomandi gefi leyfi (eða foreldrar í tilfelli ósjálfráða einstaklinga). Ekki virðist hafa verið um slíkt að ræða þarna - fólk virðist hafa verið neytt í gegnum þetta. Stenst það lög? Ég efast um það.
Ég fordæmi aðgerðir eins og þessar af því að mér finnst þær ganga of langt, mér finnst þurfa skýr rök fyrir leit eins og þessari. Borgarar landsins eiga að hafa sína friðhelgi frá ríkisvaldinu, upp að vissu marki.
Tilgangurinn helgar ekki meðalið.
Guðmundur D. Haraldsson, 13.2.2010 kl. 18:16
Viðbót við síðustu athugasemd:
Mér finnst rétt líka að taka fram að mér finnst skólinn ekki hafa rétt til að leitað sé á nemendum.
Guðmundur D. Haraldsson, 13.2.2010 kl. 18:37
Var leitað á nemendum? Miðað við það sem ég las minnir mig að hundarnir hafi farið um húsið og þeir nemendur sem vildu fara út gátu það en þó með þeim formerkjum að þeir þurftu að ganga fram hjá hundi/hundum. Það er stór munur á því hvort að leitað hafi verið á hverjum einstaklingi eða hvort hundur hafi þefað af þeim er þeir gengu út.
Hvort einhver grunur hafi verið til staðar veit ég ekki. Hinsvegar hefði lögreglan og tollurinn ekki farið þarna inn nema með fulltingi skólayfirvalda. Mér finnst því líklegt að skólayfirvöld hafi haft einhvern grun. Í svo stórum skóla sem þessum er mjög líklegt að einhverjir svartir sauðir séu innan um, þannig er það í flestum stórum hópum. Þeir sem selja fíkniefni leitast oft við að vera þar sem mikið af fólki safnast saman, hvort sem það er í skólum, skemmtunum eða útihátíðum þannig að mér fynnst ekkert að því að leita á slíkum stöðum.
Aðalsteinn Baldursson, 13.2.2010 kl. 22:39
Auðvitað er það leit þegar það er þefað af fólki í þeim tilgangi að kanna hvort viðkomandi hafi ólögleg efni undir höndum. Ég geri mér grein fyrir því að það er munur á hvaða aðferð er notuð, þetta er hvort tveggja leit engu að síður.
Ég efast um að nokkur dómstóll myndi samþykkja rök sem þessi. Ástæðan er einföld: Nema um þeim mun ríkari hagsmuni sé að ræða, er ótækt að leita á 1.000 manns. Það er óréttlætanlegt að láta þúsund manns undirgangast leit til að finna ólögleg efni á einum einstakling eða tveimur.
Svo vil ég benda á að skólayfirvöld eru skólayfirvöld - og ekkert meira. Það skiptir engu máli hvort skólayfirvöld samþykktu þessa aðgerð, skólayfirvöld hafa ekki rétt til að stjórna einkalífi nemenda sinna. Ég ætla rétt að vona að þú teljir atvinnurekanda þinn ekki hafa rétt til að hnýsast í þín einkamál, á sama hátt hafa skólayfirvöld ekki rétt til þess.
Já, hvað maður er með í töskunni sinni er manns einkamál, nema að það sé hægt að koma með rök fyrir því að maður sért hugsanlega með eitthvað hættulegt þar og/eða ólöglegt; þá er það orðið mál ríkisvaldsins.
Guðmundur D. Haraldsson, 14.2.2010 kl. 14:27
"Hvort einhver grunur hafi verið til staðar veit ég ekki."
Mikilvægasti punkturinn.
Ég hef ekkert á móti því að leitað sé á t.d. mér ef að það er einhver ástæða til. Var einhver langhærður, leðurklæddur, svartklæddur, semi-skeggjaður gaur á vappi hérna að selja eiturlyf skv. vitnum bara rétt áðan?! Þar er grunur, þar er ástæða, þar sér maður hversvegna eitthvað er gert.
Að þetta sé gert "bara af því" eða til að hræða nemendur um að þá og þegar geti löggan farið að þukla á þeim (eða hnusa af þeim, hver veit) þá er þetta kjaftæði.
Einnig skil ég ekki alveg fólk sem reynir að vernda yfirgang ríkisvaldsins. Hvað getur þú mögulega grætt á því að framkvæmdarvaldi sé búin laus hendi með hvernig þeir megi nýta sér það vald sem við höfum gefið því?
Ef einhver á að hafa rétt á því að leita á einhverjum, handtaka fólk, o.s.frv. Þá ætti að gilda um það ströngustu reglur. Skólayfirvöld eru ekki löggjafarvald né dómsvald og geta því ekkert sagt til um réttindi mín né annarra, þar á meðal réttindi mín til þess að láta ekki leita á mér að ástæðulausu.
Engin fíkniefni fundust. Ég hefði verið mýkri í garð slíkrar aðfara hefði eitthvað komið úr þessu. Og hvað hefur þessi aðgerð gert? Þú hefur mögulega sýnt nemendum að skólayfirvöld vilja handtaka þá sem eru í dópinu. Til hamingju, þú ert búinn að innsigla það að engin nemandi sem á í vanda með slíkt mun leita til kennara sína, ráðgjafa né neins innan skólakerfisins...enda munu þeir handtaka þig ef þú ert eitthvað í dópinu.
Sekur uns fundin sýkn er kjaftæði.
Ace, 14.2.2010 kl. 14:39
Umboðsmaður Alþingis hefur nú skrifað lögreglustjóranum í Reykjavík bréf, þar sem hann fer fram á að þessi leit verði rökstudd með vísun í lög en jafnframt á grundvelli hvaða gagna leitin hafi farið fram.
Guðmundur D. Haraldsson, 17.2.2010 kl. 13:04
Myndi ekki vilja vera sá sem þarf að réttlæta þetta fyrir umboðsmanni Alþingis, enda ekkert grín að röfla um lögfræði við Róbert Spanó.
"Ég óska þess að svar berist mér eigi síðar en 1 mars. nk."
Tik tok tik tok.
Ace, 17.2.2010 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.