Engin kona er í framkvæmdastjórn Skýrr

Engin kona er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans[1].

 Ég skil ekki hvað er merkilegt við það. Af hverju er svona mikilvægt að konur verði helmingur stjórnenda? Gleymum því ekki að það er meira en bara kyn sem aðgreinir mannskepnuna, uppruni er t.d. annað sem aðgreinir.

Prófum að umorða fréttina:

Enginn af asísum uppruna er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans.

 

Enginn með hnetuofnæmi er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans.

Mér gæti ekki verið meira sama ef konur eða fólk með hnetuofnæmi væri í miklum meirihluta í stjórn flestra fyrirtækja. Það skiptir engu máli.

Þetta eru allt hvort eð er kapítalistar. Það er það sem skiptir máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ace

Sammála þessu.
Ég er sjálfur meðfylgjandi jöfnum tækifærum fyrir alla óskylt kyni, kynferði, kynhneigð, kynþáttar eða annarra kynlegra kvista sem það kann að hafa.

Kynjakvótar eru drasl, gætir allt eins sett á kvóta með alla aðra þætti er skilgreina mannkynið.

"Verðum að hafa allavega einn úr hverri heimsálfu í stjórn ANNARS VIRKAR ÞETTA BATTERÍ EKKI!"

"Er einhver einfætt, tvíkynhneigð, afrísk kona með þroskahömlun í stjórn hér?ER EITTHVAÐ ÓJAFNRÉTTI HÉR?!"

Ace, 10.2.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband