Færsluflokkur: Tölvur og tækni
29.10.2007 | 02:08
Microsoft Word
8.2.2007 | 19:27
Veraldarvefurinn er ekki internetið...
Ég veit ekki hvort að sá sem skrifaði þennan litla pistil hélt að veraldarvefurinn (köllum hann vefinn héðan í frá) væri það sama og internetið, en það er alveg öruggt, að internetið og vefurinn er ekki það sama.
Internetið vísar, að miklu leyti, í allar þær tengingar sem milljónir tölva mynda sín á milli og mynda þannig internetið (að vísu má tiltaka fleira, en látum þetta duga). Vefurinn er svo apparat sem reiðir sig á internetið til að virka.
Vegna þessa, skil ég ekki af hverju fréttin segir að vefurinn hafi ekki farið um koll, þegar nær væri að segja að internetið hafi ekki farið um koll? Nema að ákveðnir partar internetsins (MSN Messenger, tölvupóstur, IRC, o.fl.) hafi klikkað - en hverjir voru þeir þá?
Svo er stafsetningarvilla í greininni; skilgreint er með i, ekki y.
Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)