Skekkt úrtak?

Það var fyrirtækið ACNielsen sem gerði könnunina og þátt í henni tóku rúmlega 25.000 netnotendur.

Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi könnun var gerð, en þessi aðferðafræði hljómar ekki traustvekjandi. Spyrja netnotendur? Úff - úrtakið er nánast pottþétt skekkt, en skekkt úrtak gerir það að verkum að könnunin gefur líklega rangar niðurstöður. Að minnsta kosti er hæpið að taka mark á henni.


mbl.is 13% Bandaríkjamanna hafa aldrei heyrt um hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er sammála þessu. Það er furðulegt ef 13% hafa ekki heyrt minnst á hlýnun andrúmsloftsins. Þarna stendur 25,000 netnotendur, whatever that means.

Ólafur Þórðarson, 30.1.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Það má snúa þessu við og segja að það sé nú alveg ágætt að 87% hafi heyrt um það... annars hef ég enga skoðun á þessu. Það er bara aðferðafræðin sem stingur mig. 

Guðmundur D. Haraldsson, 30.1.2007 kl. 02:32

3 identicon

Tja, það að 25.000 netnotendur eigi að endurspegla skoðun heimsbyggðarinnar gefur varla tilefni til þess að mbl.is fari að flagga þessari könnun með svona sláandi fyrirsögn. Úlfaldi úr mýflugu ef ég ætti að segja og tímaeyðsla.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 09:13

4 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

25.000gætu alveg endurspeglað skoðun heimsbyggðarinnar (reyndar með mikilli hættu á skekkju...) en vandamálið er hverjir það eru sem lentu í úrtakinu. Netnotendur endurspegla ekki allt þetta fólk og því er könnunin röng. Þetta segi ég auðvitað með þeim formerkjum að ég veit ekki nákvæmlega hvernig könnunin var gerð.

Ég er mest hissa á að Morgunblaðið skuli éta þessa könnun hráa.  

Guðmundur D. Haraldsson, 30.1.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Fræðingur

Þetta er ekki best hannað könnun sem ég hef heyrt um.

En það er gaman að sjá einhvern annan sem vill sjá eitthvað vit í umfjöllun í fjölmiðlum á vísindum.

Fræðingur, 31.1.2007 kl. 19:24

6 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

George Bush var einhvern tíma spurður:  Do you know how the cold war ended?

Bush lyfti öxlunum setti upp spurnarsvipinn sinn og sagði: Global warming?

Sigurður Ásbjörnsson, 7.2.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband