Enn og aftur: Ein rannsókn höfuð fyrir fullyrðingu

Þessi grein er varhugaverð. Blaðamennirnir sem hana skrifa gera sömu mistök og ég hef bent á áður 1, 2, að vísa í eina rannsókn. Þeir gera líka önnur mistök, sem ég hef bent á áður 3, að vísa ekki í upprunalegu heimildina heldur afrita eftir öðrum -  í blindni, geri ég ráð fyrir. 

Ein rannsókn getur haft mikla þýðingu í vísindaheiminum, en hún þarf að vinna sér inn ákveðinn sess til að menn taki mark á henni, þess vegna eru rannsóknir endurteknar, skeggræddar og prófaðar frá ýmsum hliðum.

En hvernig væri nú að breyta þessari blaðamennsku um vísindi... sem dæmi, hvernig væri nú að gera skemmtilega, heildstæða, úttekt á því hvað næringarfræðingar og læknar mæla með að fólk éti og éti ekki og hvaða samsetningu þeir mæla með? Það væri mjög gagnlegt fyrir hinn almenna borgara að vita það! Hann væri þá kannski nær því að vita hvernig hann getur tryggt langlífi og komið í veg fyrir ótímabært hjartaáfall. Eða þá að úttekt á því hvernig nota má slökun til að tryggja betra líferni og minnka líkur á hjartaáfalli?

Já, það væru vísindafréttir í lagi. Þessar vísindafréttir íslenskra fjölmiðla 21. aldarinnar eru gegnumsneytt og gegnumgangandi algjört rugl.


mbl.is Tengsl á milli tortryggni og hjartasjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband