Og svo hvað?

Ef ég vil lesa meira, hvar get ég komist í upprunalegu greinina? Hvaðan skyldi þessi grein hafa verið fengin? Hversu margir voru milliliðirnir á leiðinni til mín? Hvernig væri nú að geta heimilda?

Ég spyr líka: Var eitthvað meira rannsakað? Snerist rannsóknin um eitthvað allt annað eins og ég komst að með aðra grein sem var birt hér á Morgunblaðsvefnum? Mörgum gæti virst sem svo að það það að morgungremja hafi áhrif á árangur í vinnu séu sjálfsögð sannindi. Ég er ekki undanskilinn því. En, ég er ímynda mér að það séu til rannsóknir sem sýna þvert á þessa rannsókn, að morgungremja hafi lítil áhrif á árangur í starfi. En myndu slíkar rannsóknir verða birtar hér? 

Einmitt af því að þetta virðast vera sjálfsögð sannindi, þá lítur þessi rannsóknarvinna illa út. Vísindamenn að eyða peningum í eitthvað sem er sjálfsannað! Þess vegna er afar áreiðandi að það sé sagt frá því sem rannsóknin snerist um, en ekki sagt frá einhverju allt öðru.

 



mbl.is Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara merkilega mikill tuðari ertu haldin heilsdagsgremju?

Jói (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Gaman að svona uppbyggilegum og innihaldsríkum athugasemdum. Ég eyddi hinni, Jói.  

Guðmundur D. Haraldsson, 6.1.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband