Rangfærsla

Mig langar til að benda á dálítið sem mér finnst skrítið við sem segir á vefsíðunni sem fréttin vísar í.

[..] Auk þess mun höfn í Bakkafjöru ekki stytta leiðina í höfuðstaðinn að neinu ráði þar sem ljóst er að siglingin mun taka 40 mínútur og þá tekur við akstur á einum af hættulegri vegum landsins í tæpar 2 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að sigling með Herjólfi milli lands og eyja tekur í dag 2 klukkustundir og 45 mínútur.

Þessi samanburður er auðvitað rangur, það vantar að taka inn í myndina að í dag þarf að keyra í um 30 - 40 mínútur frá Þolákshöfn til Reykjavíkur. Við þessar tvær klukkustundir og 45 mínútur bætist því við að lágmarki hálftími. Og er það rétt að það taki tvær klukkustundir að keyra frá Bakkafjöru til Reykjavíkur? Hvað er þetta langt? Er það líka rétt að þessi vegur sé svona hættulegur?


mbl.is Safna undirskriftum gegn Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algerlega rétt hjá þér Guðmundur.  Það skapar ekki traust á þennan hóp að hann skuli  "nánast" fara með rangt mál.  Held þeir ættu að laga þetta hjá sér.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 17:29

2 identicon

Já það tekur 2 tíma að keyra á bakka

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: besservissinn

já það þjónar engum tilgangi að rökstyðja málið með röngum hætti eins og þeir gera. Það er nauðsynlegt að lagfæra þetta, annars er þetta ekki trúverðugt, og það fólk sem jafnvel er á móti bakkafjöru skrifar ekki undir.

besservissinn, 9.4.2008 kl. 18:03

5 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Ólöf: Ertu viss? Mér skilst að fjarlægðin frá Reykjavík til Bakkafjöru sé um 120 km, en miðað við 80 km meðalhraða ætti að taka um einn og hálfan klukkutíma að keyra þangað. Er þetta rangt hjá mér? Er vegalengdin vitlaus hjá mér?

Guðmundur D. Haraldsson, 9.4.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ól-f ef að þú ert 2 tíma að keyra á Bakka frá Reykjavík þá ert þú að keyra töluvert undir hámarkshraða (svo ég tali nú ekku um umferðarhraða)

það eru 136 km. frá Bakkaflugvelli til reykjavíkur (og gott væri ef að það er ekki niður á BSÍ)

ég ók þetta margoft sumarið 2002 og þá var ekki búið að malbika þennan kafla frá afleggjaranum frá bakkaflugvelli og að Gunnarshólma)

það tók mig að meðaltali 18 - 22 mín að fara frá Bakkaflugvelli og uppá hvolsvöll, og frá Hvolsvelli og að rauðavatni er klukkutími og 5 mín ef að farið er eftir öllum umferðarlögum (hægt á við Rauðalæk og í gegnum Hellu og Selfoss)

þannig að segja að það taki 2 tíma að aka þessa leið er bara bölvuð vitleysa.

Þetta ók ég á ýmist löglegum hraða eða umferðarhraða, þannig að það þýðir ekki að segja það að ég hafi verið að aka á einhverjum manndrápshraða.

Það fer alveg einstaklega í taugarnar á mér þegar að fólk er að mæla með eða á móti einhverju og notar snarvitlausar sögur (jafnvel lýgi)

Með kveðju.

Árni Sigurður Pétursson

eyjamaður sem að er bæði með og á móti höfn í Bakkafjöru 

Árni Sigurður Pétursson, 9.4.2008 kl. 18:32

7 identicon

Ég hef allavega keyra þangað og ég var í 2 tíma, ég reyndar fer aldrei yfir 90 mesta lagi upp í 100. Ég er að fara keyra þangað aftur á föstudaginn, kanski verð ég fljótari þá. Maður spyr sig!

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:16

8 identicon

Og rólegur á að fullyrða að ég keyri undir hámarkshraða haha

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:16

9 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

tjahh ef að þú ert 2 tíma að keyra 136 kílómetra, þá er það mjög einfalt reikningsdæmi að þú ert að keyra eitthvað undir hámarkshraða.

Árni Sigurður Pétursson, 9.4.2008 kl. 19:40

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband