Öfgar í dópleit?

Úr frétt Vísis:

Hátt í þúsund nemendur voru í Tækniskólanum á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á nemendum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa barnaverndaryfirvalda leituðu að fíkniefnum á nemendum í skólanum en fjölmargir framhaldsskólar hafa gert slíkt hið sama [..] Leitin hófst um hádegisbilið og var þá öllum útgönguleiðum lokað fyrir utan eina en þar beið lögreglumaður ásamt fíkniefnahundi. Engin fíkniefni fundust [..].[1]

 Þetta finnst mér ekki í lagi. Tökum hliðstæðu, ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að þú sért starfsmaður Hárs og sjampós:

Hátt í þúsund starfsmenn voru við störf í Hár og sjampó hf. á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á starfsmönnum í hádeginu í dag. [..] þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa stéttarfélags starfsmannana leituðu að fíkniefnum á starfsmönnum á vinnustaðnum en fjölmargir vinnustaðir hafa gert slíkt hið sama [..] 

 Fæstum fyndist þetta í lagi, reikna ég með. En af hverju ætti eitthvað annað að gilda um unglinga, en fullorðna, þegar kemur að leit sem þessari? Ég sé enga ástæðu fyrir því og fordæmi leit sem þessa.


Snorri tekinn á beinið

Ásgeir Hjaltalín tekur Snorra á beinið


Engin kona er í framkvæmdastjórn Skýrr

Engin kona er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans[1].

 Ég skil ekki hvað er merkilegt við það. Af hverju er svona mikilvægt að konur verði helmingur stjórnenda? Gleymum því ekki að það er meira en bara kyn sem aðgreinir mannskepnuna, uppruni er t.d. annað sem aðgreinir.

Prófum að umorða fréttina:

Enginn af asísum uppruna er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans.

 

Enginn með hnetuofnæmi er í framkvæmdastjórn Skýrr eftir að fyrirtækið var sameinað öðrum og komst í meirihlutaeigu ríkisins í gegnum Landsbankans.

Mér gæti ekki verið meira sama ef konur eða fólk með hnetuofnæmi væri í miklum meirihluta í stjórn flestra fyrirtækja. Það skiptir engu máli.

Þetta eru allt hvort eð er kapítalistar. Það er það sem skiptir máli.


Glitnir - meint kaup ríkisins og hrunið

Á RÚV rétt áðan heyrði ég að fréttamaðurinn sagði að Glitnir hefði verið keyptur af ríkinu í fyrrahaust - og ekki löngu síðar hafi bankakerfið farið á hliðina. Í gærdag heyrði ég svipaða sögu um að Glitnir hefði verið keyptur af ríkinu.

Þetta er ekki rétt. Til stóð að ríkið keypti 75% hlut í bankanum - og á móti fengi bankinn peninga. Það gerðist aldrei, vegna þess að áður voru sett bráðabirgðalög sem heimiluðu yfirtöku bankanna - sem var svo gert[1] .


Sveinbjörn: Draumalandið

Sveinbjörn á hér fínan pistil.

Á svipuðum nótum, þá hugsa ég stundum um þessa endalausu leit eftir auknum lífsgæðum, sem er pólitísk og hugmyndafræðileg orþódoxía jafnt hjá vinstri sem hægrimönnum. Það er heresía af verstu gerð að leggjast gegn varanlega hagsældardraumnum, og þeir sem gera það eru álitnir sérvitringar og rugludallar. Þvert yfir pólítíska spektrúmið fallast menn á að þjóðin eigi sífellt að leitast eftir auknum hagvexti, aukinni framleiðslu, auknum tekjum og aukinni neyslu. Deilan snýst um hvernig best sé að ná þessum markmiði, en markmiðið sjálft gefa menn sér.

 Mæli með þessu.


Um fylgni

Correlation

Fyrirsagnir dagblaða 31. mars 1949

Svona litu forsíður dagblaðanna út þann 31. mars 1949:

Alþýðublaðið 31. mars 1949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Morgunblaðið 31. mars 1949

 

 Þjóðviljinn 31. mars 1949

  Vísir, 31. mars 1949


Morgublaðið, 4. september 1939: ÞAÐ ER STRÍÐ

mbl_4_sept_1939_749156.png

H.M. látinn

H.M., einhver þekktasta persóna minnisrannsókna, fyrr og síðar, er látinn. H.M. - Henry Gustav Molaison

Brandari

Two hunters are out in the woods when one of them collapses. He doesn't seem to be breathing and his eyes are glazed. The other guy whips out his phone and calls the emergency services. He gasps, 'My friend is dead! What can I do?' The operator says, 'Calm down. I can help. First, let's make sure he's dead.' There is silence, then a shot is heard. Back on the phone, the guy says, 'OK, now what?'.

 Úr Quirkology, eftir Richard Wiseman. Brandarinn var sendurinn inn til LaughLab.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband